Eimreiðin - 01.05.1921, Side 32
160
KIRKJAN OG SPÍRITISMINN
[EIMREIÐIN
heimur til? Eða það má koma því fyrir í ennþá þrengri
setningu: Er það staðreynd, að maðurinn lifi eftir dauð-
ann? Uppgötvanir vísindanna, eins og þær voru lagðar
fram fyrir mig, virtust benda í neikvæða átt. Heimspekin
virtist hallast í öfuga átt, en eg hafði engan til að leiða
mig um hin vandrötuðu völundarhús hugspekinnar. Á
yngri árum minum var eg ókunnugur ritum Martineau,
og þannig gat eg ekki komist að neinni fastri sannfær-
ingu um það vandamál tilverunnar, sem alt veltur á.
Meira en tíu ár fór eg villur vegar um hinar ógreiðfæru
eyðimerkur vafahyggjunnar.
Líklegast hefi eg á skóla- og stúdents-árum minum ver-
ið þroskaðri en alment gerist. Flestir af háskólafélögum
mínum hugsuðu aldrei um slík mál og litu á prestvígsl-
una sem sjálfsagðan hlut. En þó voru sumir í sömu vand-
ræðunum og eg; er vert að geta þess, að þessir menn
voru meðal hinna siðferðisbeztu og gáfuðustu manna við
Oxfordháskólann. Að menn ættu við slíka örðugleika að
berjast, var þá undantekning fremur en regla, en nú eru
þeir örðugleikar orðnir reglan, ekki undantekning.
Hinir hræðilegu örðugleikar á vegi trúarinnar gera nú
á tímum eigi aðeins vart við sig hjá efagjörnum mönn-
um af mínu tagi, heldur hjá venjulegu fólki, konum og
körlum, þótt samvizkusemi þeirra og gáfur séu ekki nema
f meðallagi. Allur grundvöllurinn undir trú þess hefir
verið sprengdur brott og fólkið veit ekki, hvert skal leita.
Feður þeirra voru vanir að líta á ritninguna sem óskeik-
ult guðs orð. Hversu gerólíkt er þessu nú farið! Einn
vinur minn, sem er í stjórn enska trúboðsfélagsins, bauð
nokkurum verksmiðjustúlkum í Birmingham á biblíulestrar-
samkomu. Þær báðu hann að geyma æfintýri sín börn-
um sínum. Var það svo undarlegt? Guðfræðiprófessorar
hafa lengi talið oss trú um, að Gamla testamentið væri
þjóðsagnabálkur að mestu leyti, og nú læða þeir því út
úr sér i mjúkum orðum, að þeir geti ekki lengur fallist
á sögulegan sannleika guðspjallanna; og svo eru klerkarnir
á prestastefnum að furða sig á því, hvers vegna fólkið sæki
ekki kirkjurnar!