Eimreiðin - 01.05.1921, Side 36
164
KIRKJAN OG SPÍRITISMINN
[EIMREIÐIN
yfir rétltrúnaðarhugmyndir framtíðarinnar. Þær hugmyndir
eru áreiðanlega langtum fremri þeim, sem prédikaðar voru
af klerkunum í minu ungdæmi, en samt finst mér, að
þar skorti töluvert á það, sem æskilegt væri. »Vinir vorir
stefna áfram og upp á við«. því trúum vér líka, en hvað-
an koma mr. Magee þau tíðindi? Frá einhverjum dultrú-
armanni hugsa eg. Ekki fær hann þau úr bænabókinni,
því að hún kennir mjög lítið um ástand hinna framliðnu
og það lítið sem hún kennir — eftir þvi, sem virðist á
yfirborðinu að minsta kosti — er reist á tveimur and-
stæðum hugmyndum. Mr. Magee hallast að þeirri hug-
mynd, að þeir haldi áfram, en sofi ekki. Pað er nú gott
það sem það nær. En hvað meinar hann með »áfram og
upp á við«? Vér skulum brjóta ályktun hans til mergjar.
»Pú mátt ekki kalla þá aftur til okkar«. Auðsjáanlega eru
þeir þá í sæluástandi, sem að nokkuru leyti felst í því, að
þeir eru ekki að bera fyrir brjóstinu þá félagana, sem
verra eiga og eftir hafa verið skildir hérna megin. Þeir
eru sjálfir sloppnir inn í skothelt vígið, en félagar þeirra
— og sumir þeirra allsærðir — standa ennþá í kúlna-
hríðinni úti á bersvæði. En hvort mundu þeir setjast að
og njóta hvíldarinnar áfram, eða senda hugsun eða rétta
hjálparhönd þeim mönnum, sem skildir hafa verið eftir úti?
William Beresford lávarður átti einu sinni yfir lítilli
hersveit að ráða. Réðst þá á hann að óvörum mikill
flokkur Zúlúmanna, og bauð hann mönnum sínum að
hopa undan. Þar sem hann nú reið einn saman í afturlið-
inu, sá hann einn hermann sinn hníga særðan og eiga þess
vísa von, að falla í hendur óvinasveitarinnar, er nálgað-
ist hröðum skrefum. Hleypti hann þá til mannsins, hljóp
af baki og tók að lyfta honum upp í söðulinn. Hinn streitt-
ist á móti og bað foringjann, að bjarga lífi sjálfs sín. Be-
resford bað þennan samvizkusama mann að koma með
sér hljóðlega, ella mundi hann rota hann, og hann reiddi
hann brottu á öruggan stað. Áskilji vistin í paradís rétt-
trúnaðarins mér það, að eg megi ekki hjálpa bróður í
neyð, þá mega rétttrúnaðarmenn eiga sjálfir hið fyrir-
heitna land sitt fyrir mér. Það hefir verið stormasamt líf,