Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 40
168
RÆÐAN
[EIMREIÐI.N
Hann sagði mér það sjálfur, að hann hefði aldrei haft
lag á því að tala, nota tunguna þannig, að vel hefði farið.
Og það mundi orsök þess, að hann yrði aldrei gleðimað-
ur, eður velkominn í samkvæmi og þangað, sem fólk
vildi skemta sér.
Eg held að þetta sé ekki rétt hjá honum að öllu leyti.
Hitt er satt, að hann hefir eitthvert ótrúlegt lag á því að
vera það, sem Danir kalla fimta hjól á vagni. Hann er
svo ótrúlega einlægur, þegar hann er að skemta sér, að
eg get bæði hlegið og grátið af því að hugsa til þess. En
heimurinn kærir sig ekki um viðkvæmni og göfugar at-
hafnir — nema stundum.
Það var í vetur, að Ari Arason Orri, auðugur og vin-
sæll kaupmaður að austan, var staddur í bænum á af-
mælinu sínu. Nokkrir vinir hans, karlar og konur, höfðu
dálítið samkvæmi, honum til heiðurs, eitthvað 12—15
manns. Fyrst var snætt á gildiskála, og skorti hvorki
kræsingar né góða drykki Eftir það var haldið heim til
Kristjáns P. Ágústssonar útgerðarmanns. Þar var næði og
stórar, skemtilegar stofur. Þar var dansað eftir grammo-
fón, ræður fluttar, sungið og spilað, drukkið, reykt og
hlegið. Alt fór fram með ánægju og glaumi, eins og gerist
og gengur þegar svo stendur á.
Klukkan 12 var dyrabjöllunni hringt.
Kristján P. Ágústsson stóð á fætur af gömlum vana og
ætlaði að opna.
»Blessaðir, hleypið þér nú engum inn«, sagði Sigga
Bjarna. — Kristján hikaði við.
Þá rak Ari Arason Orri höfuðið inn til okkar. Hann
hafði verið að fá sér snúning í næstu stofu og hélt enn
þá um mittið á Ágústu Holm. »Það var verið að hringja«,
sagði hann. »Viljið þið ekki hleypa honum inn. Eg á von
á Andrési frænda«.
Svo hélt hann dansinum áfram.
Eg man að eg stóð þá úti í horni í salnum og var að
ná mér í nýjan vindling. Hjá mér stóð alþingismaður.
Við ætluðum að fara að segja eitthvað og eg sneri bak-