Eimreiðin - 01.05.1921, Qupperneq 41
EIMREIÐIN]
RÆÐAN
169
inu að hurðinni. í þvi opnaði Kristján hurðina fyrir þeim
nýkomna gesti. Eg sá, að alþingismaðurinn, sem sneri
sér að hurðinni, gretti sig ofurlítið, og heyrði, að hann
muldraði »hver þrem. . .«, og eg sneri mér við.
Gesturinn var Ásmundur Pálsson, dálítið dekkri í and-
liti en vanalega og brosandi. Eg hrökk við, og eg fann
sárt ti), að hann skyldi nú koma. Eg ásetti mér þegar að
fara með hann út sem fyrst, en að svo komnu átti það
ekki að takast.
Ari Arason Orri gekk á móti Ásmundi og tók í hend-
ina á honum. »Komið þér sælir«, sagði hann, »og með
leyfi húsbóndans býð eg yður velkominn í afmælisveizl-
una, enda þótt okkur hafi láðst að tilkynna yður það
formlega, að hún yrði haldin hér«.
Eg heyrði að einhver ræskti sig fyrir aftan mig og sá
útundan mér, að menn sneru sér undan og kýmdu.
»Eg óska til hamingju«, sagði Ásmundur og brá ekki
hið minsta. Eg horfði með undrandi athygli á hann; eg
vissi, að hann skildi skensið, en engin svipbrigði urðu á
andlitinu. »Eg sá ijós hjá Kristjáni; þess vegna hringdi
eg. Eg vona, að þú fyrirgefir mér það, Kristján. Nei, af-
mæli herra Orra stóð ekki í »Landstjörnu»-almanakinu og
blöðin hafa ekki getið um það. Hvílík gleymska, dömur
mínar og herrar«.
Pað varð snöggvast þögn. Svo hló Ari Orri og klappaði
á öxlina á Ásmundi. Læknirinn, sem sat við borðið
hló og hóf upp glasið. »Skál, Ásmundur Pálsson«, sagði
hann. »Komdu og fáðu þér einn sjúss«.
Og áður en nokkur eiginlega vissi, var Ásmundur sezt-
ur við borðið, með glasið barmafult fyrir framan sig.
Og það var ekki fyrsta glasið. —
Fyrst var hann eitthvað að tala um, að hann væri ekki
sómasamlega búinn, en það var þaggað niður. —
Og gleðin hélt áfram, ræður voru fluttar, sungið og
dansað, brosað og hlegið. En Ásmundur var hægur eins
og lamb.
Pannig Ieið fram eftir nóttunni. —
Smátt og smátt hætti dansinn og söngurinn, og allir