Eimreiðin - 01.05.1921, Page 43
EIMREIBIS]
RÆÐAN
171
ræðu skólastjórans þarna áðan, sem var sannarlega fyrsta
hanagalið til þess að minna okkur á, að ræðuhöid gerast
nú fullmörg«. (Skólastjórinn hló, og ýmsir tóku undir.
Læknirinn segir »heyr«.) »Hinar óskirnar eru meira virði,
sem koma frá einlægum vinarhuga, þótt þær séu ekki tal-
aðar upphátt. — Eg vil nú minnast hennar, sem eg veit
að er i kvöld með einlægastan vinarhugann og dýpstu og
dýrstu árnaðaróskirnar hjá heiðursgesti ykkar. Eg vil
minnast frú Sigríðar Orra«.
Ásmundur Pálsson þagnaði snöggvast. Eg rendi augun-
um yfir hópinn kring um borðið. Hægri hönd Ara Ara-
sonar Orra var nú komin i leitirnar; hann fitlaði við vfir-
skeggið og brosti.
Ásmundur hélt áfram.
»Eg veit að hún sendir ykkur einnig hugheilar þakkir,
fögru frúr og ungfrúr og göfugu herrar, þegar hún fréttir,
hversu fagurt og ógleymanlegt þið hafið gert manni henn-
ar þetta heiðurskvöld hans á framandi stað. Pið hafið
breitt blæju ánægju og gleði yfir kvöld hans, sem ella
hefði hlotið að verða þrungið heimþrár og leiðinda. —
Eg er enginn ræðumaður, og því er þetta engin ræða. —
Fögru konur og göfugu herrar! Drekkið með mér skál
frú Sigríðar!«
Skálin var drukkin, standandi. Ari Arason Orri stóð
fyrstur upp, brosandi. Eg leit á Ágústu Holm. Hún var
föl og fögur, og hún skotraði augunum til Ásmundar
Pálssonar um leið og hún bergði á glasinu. Pað glamp-
aði á þau eins og kalt, hart stál. — Eg leit á Sæmund
Holm, bróður hennar. Dimm ský höfðu lagst yfir ásjónu
hans; hún var agaleg. Hann drakk skálina í botn og helti
svo í glasið aftur.
En þegar eg leit við var Ásmundur Pálsson farinn. —
Rétt á eftir fórum við öll.
Pórir Bergssort.