Eimreiðin - 01.05.1921, Page 50
178
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
tEIMRElÐIN
í báttum sínum mun Guðmundur hafa breytst lítið, frá
því er hann varð prestur, nema hvað hæfileikar hans hafa
þroskast og magnast, eftir þvi sem bann komst lengra i
þvi að æfa þá og temja. Með biskupstigninni hefir hann
ekki heldur breytst, en lotningin fyrir honum hefir þá
aukist enn meir hjá öllum þeim sæg, er jafnan fylgdi
honum, og hann þá líka átt meiri kost á, að likna þeim
og draga þá að sér, þótt litlar náðir hefði á biskupsstóli.
En við þessa takmarkalausu aðdáun, bæði lýðsins og
klerka þeirra, er fylgdu honum, og þá bjargföstu trú, sem
menn höfðu á bænum hans, vígslum og yfirsöngvum,
hefir honum vaxið ásmegin er á lá, og þarf enginn að
ætla sér þá dul að neita því öllu, sem um hann er sagt
i því efni.
Auðvitað kom hann fyrst og fremst fram eins og hver
annar samviskusamur klerkur, si syngjaudi tíðir sínar og
gætandi allra ströngustu reglna kirkjunnar um föstur og
annað slíkt. Má af ýmsu marka það, að hann mundi tal-
inn hafa verið með höfuðklerkum landsins á sinni tíð,
þótt ekki hefði hann skorið sig jafnt úr um ýmislegt,
sem hann gerði.
Má fyrst nefna það, að hann var bókhneigður mjög,
og án efa lærðari maður en alment var. Ingimundur
fóstri hans gaf honutn, er hann varð prestur, »bækur þær
allar, er hann átti bestar og íróðastar«, áður en þeir
skildu1), en Ingimundur var bókavinur hinn mesti, eins
og sjá má af sögunni um skipreikann við Strandir, og
umhyggju hans um bækurnar2), svo að hann hefði ekki
farið að ráðstafa bókum sínum þeim bestu til Guðmund-
ar, nema hann hefði vitað, að Guðmundur kynni að meta
þær og mundi nota. Þess er líka beinlinis getið um Guð-
mund, að hann hafi verið bókamaður. »Hann skoðaði og
rannsakaði bækur manna þar sem hann kom, og hendi
af hvers bókum það, er hann hafði eigi áður«s). Sýnir
þetta hve mikill fróðieiksmaður hann var og bókagrúsk-
ari. Enn er þess getið, að Jón Brandsson á Breiðabólsstað
í Steingrimsfirði hafi gefið Guðmundi »bók þá, er gersimi
1) Bisk. I, 429. 2) Bisk. I, 424. 3) Bisk. I, 431.