Eimreiðin - 01.05.1921, Page 77
EIMREIÐINl
SYKURPLONTUR
205
og síróp. Síróp er notað á ýmsan hátt, til fóðurs fyrir skepn-
ur og menn. Einnig má búa til úr því áfengan drykk (romm).
2. Sykurrófa.
Sykurrófan telst til hélunjólaættarinnar. Hún vex ekki
hér á landi, en er skyld
hrímblöðkunni, sem er
algeng í fjörusandi. Syk-
urrófan(hvítrófan),rauð-
rót (eða rauða rófan), og
fóðurrófan eru afbrigði
af sömu tegund.
Sykurrófan og rauð-
rófan hafa verið rækt-
aðar löngu fyrir Krists
burð og hafðar til mat-
ar og fóðurs. Og svo
mun hafa verið fram að
1747. Að vísu höfðu
menn áður, um 1590,
tekið eftir því að tals-
vert sykur var í þeim.
En árið 1747 rannsak-
aði þýskur vísindamað-
ur, Marggraf að nafni,
sykurmagn rófnanna.
Hann komst að þeirri
niðurstöðu, að sykur
mætti vinna úr rófunum.
En svo liðu 50 ár og
ekkert var gert frekar.
En árið 1797 komst
skriður á málið. Maður að nafni Achard, franskur flótta-
maður og lærisveinn Marggrafs, tók þar til er kennari
hans hætti. Eftir margar og miklar tilraunir tókst honum
að vinna sykur úr rófunum í stórum stíl. í Frakklandi
var efnafræðingum skipað í nefnd til þess að athuga mál
þetta. Nefndin átti að endurtaka tilraunir Achards, og
3. Sjkurrófur.
Litla rófan heíir engan áburð fengið, en
hin notið áburðar.