Eimreiðin - 01.05.1921, Side 79
EIMREIÐINI
SYKURPLÖNTUR
207
unum. Síðan hefir þessum tilraunum verið haldið áfram,
einkum á Pýskalandi, og mönnum hefir tekist að fram-
leiða sykurrík afbrigði (18—20°/o).
1829 er fyrsta árið, sem vér höfum skýrslur um sykur-
rófnarækt í Evrópu, og þá var framleitt alls af sykri úr
rófum 4000 smálestir. Árið 1835 byrjaði sykurrófnaræktin
aftur fyrir alvöru á Þýskalandi. Um 1830 var eitthvað
byrjað á sykurrófnarækt í Bandaríkjum Norður-Ameriku,
en aðalbyrjunin er þó venjulega talin 1863. Norðurálfan
er, eins og áður hefir verið tekið fram, helsta rófnasykur-
álfa heimsins, og framleiðir miklu meira (7372000 smá-
lestir) en Norður-Ameríka (627000 smálestir), miðað við
árið 1913—14 (sjá bls. 200).
Sykurrófan er tvíær. Fyrra árið vex sjálf rófan i jörð-
inni, og ofanjarðar kemur í Ijós blaðhvirfing á afarstutt-
um stöngli (svipað eins og gulrófan). Sé rófan lálin vera
í moldinni vex upp af henni blað- og blómberandi
stöngull á næsta vori, og við endalok annars sumars ber
plantan þroskuð aldini, og deyr svo. Á sykurrófna akrin-
um eru allar rófur teknar upp á fyrsta hausti. Eru til
þess notuð haglega gerð verkfæri. Svo gætilega má vinna
með verkfærunum að eigi saki rófurnar, en þær mega
ekki særast, svo að skemdir verði engar. Siðan eru róf-
urnar fluttar að sykur-gerðarhusinu. Flutningur fer fram
á ýmsan hátt. Þar sem mikið er um rófnarækt eru þær
fluttar í vögnum, sem renna á járnteinum. Dráttarvagninn
er knúinn til dæmis að taka eimi eða rafmagni (4. mynd).
Sykurmestu og bestu rófurnar eru geymdar til næsta vors
í sandi eða á annan hátt, en þá eru þær gróðursettar
(fræmæður). Sumir bændur rækta sjálfir fræ handa sér,
en sumir kaupa það að. Áður en fræinu er sáð, verður
að sjá um að akurinn sé vel undir það búinn. Moldin á
að vera plægð djúpt niður, dýpra en venjulega. Er það
gert með ýmiskonar verkfærum (gufuplógum o. fl.). Alt
illgresi verður að uppræta sérlega vel á rófna-akrinum.
í marsmánuði er venjulegast sáð, og eftir það verður að
hirða rófna-akrana mjög vel. Fyrstu illgresi-hreinsun eftir
að sáð er, verður að gera með höndunum. Síðar þegar