Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 80
208
SYKURPLONTUR
[EIMREJÐIN
rófurnar eru farnar að stækka, má nota verkfæri, og síð-
ast jafnvel hestkraft. Rófurnar eru teknar upp á tímabil-
inu frá september til nóvember, og fer það eftir vaxtar-
stað og ýmsu öðru, hvort það er fyr eða seinna á þessu
tímabili.
Rófurnar eru hreinsaðar vel og vandlega i hreinsunar-
vélum. Þegar öll mold er þvegin af þeim og allur sandur
skafinn af, eru þær saxaðar í smábita. Þvi næst er sykur-
4. myncl. Flutningur sykurrófna af akrinum.
Dráttarvagninn er knúinn rafmagni.
vökvinn dreginr, úr þeim með vatni. Þá er vökvinn
hreinsaður. En óhreinindin eru tvennskonar, annaðhvort
grugg eða efni bundin í samböndum. Gruggið er hreinsað
með síun, en bundnu efnin eru losuð með kalki, og kol-
sýru blandað í safann á eftir. Falla þá efnin, sem fjar-
lægja skal, til botns með kalkinu. Eftir það er vökvinn
síaður aftur. Ef þörf gerist, er hann svo hreinsaður á ný,
með því að blanda meiri kolsýru í hann. F*egar hreins-
uninni er lokið, er vökvinn hitaður, svo vatnið eimist.
Sykrið breytist þá í kristalla, og einskonar sykurleðju,