Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 97
EIMREIÐIN)
HEIMILISIÐNAÐUR
‘225
að bæta úr þeim, finna nýjar fyrirmyndir o. fl. Fleirum
ætti ekki að kenna hverja iðn eða styrkja til hennar en
ráðlegt þætti til þess að varan seldist að mestu upp.
Óðar en ein vörutegund væri komin á góðan veg tæki
svo félagið aðra fyrir. það er úr nógu að velja. Ef vand-
lega væri gengið frá einni á ári hverju, myndi fljótlega
lifna yfir heimilisiðnaðinum.
Heimiiisiðnaðinum fylgja margar fornar heilladísir sem
ekki verða keyptar fyrir fé: iðjusemi, sparsemi, verklægni,
siðgæði og margvísleg mentun. Eg get ekki í þetta sinn
annað en bent á það.
Eg vil ekki ljúka máli minu án þess að minnast á
tvent, sem mér virðist mjög lofsvert i þessa átt hjá
Reykjavíkurbúum. Annað er námsskeið það sem nú stendur
yfir og nauðsynlega þyrfti að endurtaka á hentugri árs-
tíma, hitt er auðvitað basar Thorvaldsensfélagsins, þar sem
best er kaffið og ætíð ókeypis! Basarinn er myndarleg
stofnun og hefir unnið mikið gagn með þvi að greiða fyrir
sölu íslensks iðnaðar. Eg vona að búðin hans verði með
tímanum full af svo góðum gripum að slíkt sjáist ekki í
hinum búðunum.
Hannes stutti.
Maður hét Hannes, alment kallaður Hannes stutti. Hann
var hagmæltur, eða honum fanst hann sjálfur vera það,
því hann var montinn mjög, þótt stuttur væri. Hann kom
oft í Stykkishólm er Árni Thorlacius, R. af dbr., var uppi.
Honum (Thorlacius) þókti gaman að þessháttar mönnum,
er vildu sýnast meiri en þeir voru, en ekki vildi hann
hafa þá lengi í einu.
15