Eimreiðin - 01.05.1921, Side 119
EIMREIÐIN]
FRESKÓ
247
Nú er morgundagurinn kominn. Eg gat ekki sofnað í
nótt. Nú er hádegi, og hennar er von á hverju augna-
bliki. Eg rissa þetta með ritblýi hér í danssalnum. í*að
er dálítil fannkoma, en nú er sólin að brjótast gegnum
skýbólstrana. það var sent eftir henni í rússneskum sleða
með þremur rússneskum hestum fyrir.
Hvernig á eg að mæta henni? Hvað á eg að segja?
Mér finst eg geti ekki litið á hana frjálsmannlega, eins og
áður. Það er auðvitað barnalegt, en þetta finst mér.
Eg heyri bjölluhljóminn af sleðanum. Eg heyri manna-
mál. Eg heyri, að stóru hliðin eru opnuð. Hundarnir
gelta. Svo þagnar alt. Hún er komin.
Klukkan er bráðum 4, og það er nærri þvi myrkur.
Eg sé varla til þess að rissa þetta við bjarmann af eldin-
um. Freskó-myndirnar eru ekki nándar nærri búnar, og
mér þykir það mjög leitt. En veðrið hefir gert mér svo
óhægt um vinnu. Henni verður víst flutt það, af heima-
fólkinu, að eg hafi slæpst með vilja í vetur.
Eg sé hana víst ekki fyr en á morgun. Maðurinn, sem
gætir herbergisins, kom áðan með eldivið og sagði mér
að frú Cairuwrath hefði komið með henni, en enginn
annar. En það kvað eiga að koma hópur af gestum í
næstu viku. En þá verð eg farinn. Hún verður að fá ein-
hvern annan til þess að lúka freskó-myndunum . . .
Nú var komið með kveðju til mín frá greifinnunni og
þau boð, að hún óskaði að hitta mig við teborðið í les-
stofunni.
Á eg að fara strax?
Eg get ekki komist hjá þvi,
Hún hefir þá ekki gleymt mér. Eg titra við þá hugsun,
að eiga að hitta hana, og þó þrái eg að sjá hana. Mér
finst eins og hún muni hljóta að geta lesið öll leyndar-
mál mín út úr augum mínum.
Eg elska hana svo innilega, og þó má eg ekkert segja.
Biðjið fyrir mér, faðir!
Fegar eg skrifa næst, verð eg i Róm.
Rómaborg er »Mater dolorosa« og móðir allrar
huggunar.