Eimreiðin - 01.05.1921, Page 121
EIMREIÐIN]
FRESKÓ
249
i návist hennar, eg yrði að komast burt, burtu frá henni
sem fyrst.
Eg sá enga aðra leið færa. Eg gat ekkert orð sagt.
Hún gekk nær mér, og við stóðum nú fast hvort við
annað í eldrauðum bjarmanum frá glóðinni öðru megin
og bláleitu dagsljósinu hinu megin. Eg gat engu orði
komið upp. Eg kysti hönd hennar aftur, þegar hún rétti
mér hana. Eg reyndi af alefli að halda við áform mitt.
Mér fanst hún vita alt. Eg hefi víst verið eitthvað undar-
legur i háttum, því
að eg gat lesið ein-
hverja spurningu út
úr glampanum í aug-
um hennar.
Loksins sagði hún
og var fljótmælt, al-
veg eins og i gamla
daga, og þessi sami
:: mjúki, seiðandi ::
hreimur i röddinni:
»Ætlið þér ekki að
segja eitt einasta orð
við mig? — Þykir
yður leiðinlegt, að
eg skuli vera komin heim aftur? — Hvernig gengur að
mála? — Hefir yður ekki leiðst?« — En mér var ómögu-
legt að segja nokkurt orð, þó að eg hefði átt að leysa líf
mitt eða okkar beggja. Eg gat að eins horft á hana, og
eg sá, að hún kafroðnaði, svo að hún var eins og
kamelíurósin, sem hún bar á barminum.
»Hví vilduð þér ekki koma til Cannes?« spurði hún
svo, og horfði niður. wSkilduð þér það ekki, að eg sakn-
aði yðar?«
Eg sagði enn ekkert. En eg heyrði hvernig hjartað barð-
isl um, eins og það ætlaði að rjúfa brjóstið. Þá fann eg
að hönd hennar greip um mína.
»Hví eruð þér altaf svona drambsamur?« heyrði eg
hana hvísla, eins og í mæði. »Yður er ekki alveg óhlýtl