Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Síða 11
Kaflar úr tornsögn Austurlanda
unum á þá, þeir voru fengnir til að stilla til friðar og'ná
út gjaldinu, en svo áttu þeir, er fjárnámið gerðu, að fá
borgun fyrir starfa sinn af því sem þeir rændu. Þetta
varð eðlilega ekki til að friða landið, alt varð í uppnámi,
svo löndin loguðu öll af illdeilum og óeirðum. Sum af
brjefunum snerta slíkar
fjárnámsgjörðir. Pessi ó-
skynsamlega stjórnarað-
ferð bitnaði á Egyptum
sjálfum, veldi þeirra og
álit fór hnignandi, mörg
smáríki gengu undan eða
leituðu skjóls hjá stóru
ríkjunum austar, fleiri og
fleiri hættu að borga
skatta, sendimenn kon-
ungs og egyptskar versl-
unarlestir voru rændar,
ríkisfje hvarf eða var
stolið o. s. frv. Enginn
þóttist vita neitt um
neitt og hver bar af sjer,
en gerði nábúana grun-
sama, ef honum var í
Fleygleturstafla. Brjef frá Abdichiba
höfðingja yfir Jerúsalem (Urusalim) til
Amenophis IV. konungs á Egypta-
landi (1400 f. Kr.).
nöp við þá. Amarna-
brjefin eru full af þrasi
um þesskonar málefni. í
sumum hjeruðum sátu
jarlar Egyptakonungs, en þeir sem voru fjarlægir, byltust
í völdum eins og þeim sjálfum sýndist, rjeðust á aðra
jarla og óháða höfðingja, fóru ránsferðir til annara ríkja
o. s. frv., en ef þeir voru klagaðir, voru þeir vissir með
að geta komið fyrir sig mútum við hirðina á Egyptalandi