Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 14
4
l'orv. Thoroddsen
þá hófst konungdæmið, sem þó ekki ávann mikið fyr en
hinn herkæni stjórnvitringur Davíð, eftir mikla mæðu og
fyrirhöfn hafði sameinað allar ættkvíslirnar, þá komst
veldi Gyðinga fyrst á fastan fót. Pó hefði þetta varla
verið framkvæmanlegt meðan herskáir og valdamiklir
konungar rjeðu á Egyptalandi, þeir mundu ekki hafa
þolað slíka óháða ríkismyndun í skattlöndum sínum. En
þá höfðu Amonsprestar náð öllum völdum á Egypta-
landi, þeir höfðu aðeins hug á trúbrögðum og innanlands-
stjórn, og var því varla að búast við herferðum og þrótt-
miklum stjórnarathöfnum út á við. Uppgangur Gyðinga
undir stjórn Davíðs er því skiljanlegur.
Vjer hverfum þá aftur að því er fyrr var fráhorfið.
Þó Amarnabrjefin flest snertí smáríkin í Palestínu og
á Sýrlandi, þá eru þar einnig ýms brjef frá hinum meiri
valdhöfum þeirra tíma. Par eru nokkur tilskrif til Egypta-
konungs frá tveim konungum í Babylón, frá konungun-
um í Mitani, Assyriu, og í Cyprus (Alaschja) og enn
fremur frá Hettíta konungunum í Litlu-Asíu. Einn af
Babylónarkonungum (Kadasjman-Bel) ritar Amenophis III.
til þess að biðja hann um gull, því gullnámur í Núbíu
gáfu þá mjög mikinn arð, og um leið mælist hann til
mægða við Egyptalandskonung. Faraó færðist undan,
því Egyptakonungar þóttust svo miklir og goðbornir,
að þeim þótti egypskar konungsdætur taka niður fyrir
sig, ef þær giptust útleridum konungum. Egyptakonungar
giptust oft systrum sínum, af því þeir skoðuðu ætt sína
goðborna og töldu hana of tigna til þess að mægjast
vanalegum menskum ættkvíslum. Babylónarkonungur tók
sjer þó ekki nærri þá undanfærslu, en sagði að Faraó
skyldi bara senda sjer einhverja iaglega stúlku, það
mundi enginn geta sjeð á henni hvort hún væri konungs-
dóttir eða ekki. Líklega hefur það verið gert, enda hafði
Babylónarkonungurinn þar á undan gift Egyptakonungi