Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Side 20
20
í’orv. Thoroddsen
sjerstaklega á Jesreelsljettunni, hjer var til forna aðal-
verslunarleið að austan til sjóar og til Egyptalands; þar
voru sterkir kastalar við þjóðbrautina, meðal annara
Tanak og Megiddo, um þá hefur ótal sinnum verið bar-
ist frá alda öðli og þar í nánd hafa margar orustur verið
háðar, alt frá því 3—4 þúsund árum f. Kr., til 18. og 19.
aldar e. Kr. Jörðin hylur hjer eflaust margar merkar
fornmenjar, en ekki hafði enn verið hægt að rannsaka
nema lítið af þeim þegar heimsófriðurinn dundi yfir. 3?á
var líka nýlega byrjað að rannsaka Jerikó og Sebastie
hinn forna höfuðstað Samaríu, þá höfðu menn líka hafið
rannsóknir á Sinainesinu og fundið þar meðal annars
gamlar Tyrkis-námur1), sem unnar hafa verið með stein-
verkfærum 6 þúsund árum f. Kr. f Palestínu hefur fátt
fundist af áletrunum, og hebreskt letur frá fyrri tímum
aðeins á tveim stöðum, minningarsteinn konungs eins í
Móab og letur í Siloah-jarðgöngunum í Jerúsalem. Hjer
og hvar hafa fundist egypskir tordýfils- eða bjöllusteinar
(skarabear), það eru innsiglissteinar með tordýfilslagi stund-
um með letri; innsigli með Babylónarsniði, myndum og
og fleygletri hafa líka fundist. Helst geta menn þó á-
kveðið aldurshlutföll rústanna af brotum ýmsra leirkera,
því lag þeirra og smíði var mismunandi á ýmsum tfmum.
?á hafa menn á stöku stað fundið fáeinar fleygrúna-
töflur, brjef sem farið hafa milli ýmsra höfðingja til forna;
það litla sem skrifað var í þá daga var alt ritað með
Babylónar-letri og það löngu eftir að Gyðingar voru
sestir að í Palestínu. Ennfremur hafa fundist nokkrar
grískar og latneskar áletranir frá seinni tímum, einkum
grafletur í Berseba syðst í landinu og í Hauran austur
‘) Tyrkis er gimsteinn, himinblár, grænn eða blágrænn, hann var .
til forna mjög dýrmætur og mjög notaður til skrauts, nú sjaldnar og þá
aðeins hinir bláu.