Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 26
26
f’orv. Thoroddsen
sem þegar hafði fengið mikla útbreiðslu og komist á hátt
stig í hinum austlægari löndum, enda sýna allar fornleifar
miklu meiri áhrif austan að frá Babyloníu, heldur en
sunnan frá Egyptalandi, þó það væri miklu nær. Pjóð-
menning Kananíta er í öllum aðalatriðum babylónsk og
Gyðingar læra aftur af þeim. Kananítar settust ekki að í
hellabústöðum fyrirrennara sinna, þeir byggja sjer borgir
og víggirða þær rammlega. Borgir sínar reisa þeir oftast
á hæðum, jöfnuðu ósljetturnar að ofan, en gerðu hlíð-
arnar brattari og bygðu svo virkisveggi alt í kring.
Kastalaveggirnir og allur útbúningur víggirðinganna er
gjörður með mestu snild og liklega hafa Kananítar oft
haft verkstjóra eða verkfræðinga austan frá Babylón til
þess að stýra byggingarfyrirtækjunum. Víggirðingalistin
var þar eystra komin á svo hátt stig 2000 árum f. Kr., að
litlu var við að bæta síðar. Fróðir menn í þeirri grein
segja, að ekkert verulega nýtt eða þýðingarmikið hafi
komið fram í þeirri grein, uns sprengiefni og stórar fall-
byssur gjörsamlega breyttu hernaðaraðferðinni á 18. og
19. öld e. Kr. I bæjarrústum Babyloníu, í Ninive og á
Egyptalandi hafa fundist margar myndir af köstulum og
umsátri bæja og má af þeim nákvæmlega sjá, hvernig
víggirðingum var háttað og hvernig hagað var sókn og
vörn, líka er nú búið að grafa upp ýmsar kastalarústir í
Palestínu. Til eru egypskar myndir af köstulum Kananíta
(Megiddo o. fl.) og sjest, að þeir hafa verið sterklega
bygðir með turnum og vígskörðum og öllum þeim til-
færingum er þurfti. Til áhlaupanna brúkuðu menn þá
þegar grafsvín, skotvagna og hleypihvel, bygðu sóknar-
turna á hjólum, sem þeir óku að múrunum o. s. frv.
Það var ekki þýðingarminst fyrir borgirnar að hafa gott
vatnsbói þegar um þær var setið, Kananítar hjuggu út
stórar vatnsþrór og langa vatnsstokka með mikilli fyrir-
höfn, en notuðu sumstaðar hellabústaði frumbyggjanna