Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 33
Kaflar ur fornsögu Austurlanda
33
legi egypski guð Bes, sem var talinn gleðiguð og hrókur
alls fagnaðar.
í ritningunni er ekki getið um greftrunarsiði Kananíta,
en um þá hefur ýmisleg fræðsla fengist við fornmenja-
gröftinn. Kananítar notuðu hella, gryfjur og gamlar vatns-
þrór til jarðsetningar hinna látnu; múruðu fyrir op hell-
anna svo villidýr kæmust ekki inn,
en hjuggu op eða göng gegnum
hellaloftið og ljetu líkin síga niður,
var þeim svo raðað með kreptum
hnjám fram með veggjunum eða á
gólfið, steinhringar voru gerðir
kringum fyrirmenn, en hjá öllum
voru settar leirkrukkur með mat og
drykk og einnig lampar. Stundum
voru líkin grafin í jarðhúsum eða
klefum undir íbúðarhúsunum og voru
oft jarðgöng þangað. Svona greftrun
fjekk þó aðeins efnaða fólkið, fá-
tæklingunum var kastað í óvandaðar
gryfjur innan um hræ sjálfdauðra ali-
dýra og annað afhrak; hafa í slíkum
gryfjum fundist mannabein mörg
innan um bein kúa. úlfalda og asna.
Hjá efnaðra fólkinu voru auk matar-
ílátanna lagðir skrautgripir og ýms
tól og verkfæri hins daglega lífs. Af
beinagrindunum sjest, að Kananítar hafa verið stórvaxn-
ari en frumbúar landsins, konur að meðaltali 1,60 m.,
karlar 1,67 m., einn var jafnvel 1,80 m.
Kananítar voru duglegir akurgerðarmenn; korn af
ýmsum tegundum hefur fundist í leirílátum og körfum í
geymsluhúsum þeirra; kornið möluðu þeir í einföldum
handkvörnum eða steyttu það í steinmortjelum. Mörg
3
Kátínuguðinn Be*.