Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Síða 35
Kaflar úr fornsögu Austurlanda
35
lífi í búsetulíf hafði á þeim 2—3 þúsund árum, sern
liðin voru síðan sagan hefst, víða gert hernaðarþjóðirnar
frá eyðimörkum Arabíu og Persíu að friðsömum bænda-
þjóðum. Til þess að hafa not af landinu urðu Gyðingar
að læra margt, hið einfalda hjarðmannalíf gerði minni
kröfur en akuryrkjubúskapurinn, kornyrkjan, vín- og olíu-
ræktin; þá þurfti að læra húsabyggingu, víggirðingu borga
og margt annað, sem á þeim dögum var nauðsynlegt fyrir
búsett fólk. Petta lærðu Gyðingar alt smatt og smátt at
Kananítum, sem bjuggu í friði saman við þá og mægðust
við þá (Dóm. 1,27). Gyðingar notuðu verkfæri og vinnu-
tól Kananíta, á þeim sjest engin veruleg breyting þó
þau finnist meðal fornmenja frá Gyðingatímanum; þeir
nota sömu vatnsþrórnar, olíu- og vínpressur o. fl. Mesta
breytingin verður þegar járnið fer að flytjast inn í landið,
og fá Kananítar og Gyðingar þekkingu sína á þeim
málmi frá Filisteum og lærðu af þeim járnsmíði síðar.
En í fyrstu voru Gyðingar illa staddir, urðu að sækja
smíðar aliar til óvina sinna. ^Enginn smiður var í öllu
Israelslandi, því Filistear hugsuðu, að Ebreskir ei skyldu
gjöra sjer sverð eða spjót. Og allur ísrael fór til Filistea,
sjerhver til að hvessa sitt plógjárn, pál, öxi og spaða,
þegar eggin sljófgaðist á spaðanum, plógnum, forknum
og öxinni og til að rjetta oddinn. Og það bar svo undir
á orustudeginum, að þá fanst hvorki sverð nje spjót í
hendi alls fólksins, sem var með Sál og Jónatan, og ein-
ungis fanst þetta hjá Sál og Jónatan, syni hans« (1. Sam.
13, 16—22). I Megiddó hefur fundist járnsmiðja frá þeim
tíma með járngjalli, tólum o. s. frv., enda var frá því á
Davíðs tímum farið að nota járnið í hnífa, nagla, hringi,
skóflur, plógjárn, meitla, spjót, sverð o. fl., en jafnhliða er
eirblendingur notaður allengi fram eftir og fáein steinverk-
færi, beinnálar og þesskonar. Leifar af öllu þessu hafa víða
fundist í bæjarústum. Steinhnífar voru hjá Gyðingum not-