Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 48
48
I-\)rv Thoroddsen
átti i ófriði við Babylóníu og Assyríu, en mjög er saga
ríkja þessara enn óglögg og lítið kunn fræðimönnum, en
eflaust kemur margt í ljós, þegar hinar mörgu fornmenjar
í þessum löndum verða nákvæmlega rannsakaðar.
Af því, sem hjer hefur verið skráð, er auðsjeð, að
þekkingin um hin mörgu ríki Hettíta er enn rýr og á
völtum fæti. En það eru nú allar líkur til, að ekki verði
mjög langt þangað til að menn fá betri fræðslu um forn-
sögu þessara þjóða. 1*0 fornmenjar í Litlu-Asíu hafi enn
sem komið er verið lítt kannaðar, af því það er afarörð-
ugt og kostnaðarsamt vegna víðlendis, hrjóstrugrar nátt-
úru og heimskra þjóða, sem þar búa, þá hafa menn þó
fengið vitneskju um, að hinir fornu Hettítar hafa haft
einkennilega og frumlega metiningu, sem lýsir sjer í mikl-
um rústum af bæjum, musterum og víggirðingum, í mynd-
um og áletrunum. Enn hefur aðeins á fáum stöðum verið
grafið til og rannsakað, en árangurinn hefur verið framar
öllum vonum. Fornmenjar með Hettítasniði hafa fundist
um alla Litlu-Asíu, norðurhluta Sýrlands og Armeníu.