Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 51
Kaflar úr fornsögu Austurlanda
5
Egyptalandi, heldur einnig mikið af lögum, bænum,
kvæðum o. m. fl.
Hettítar hafa víða í Litlu-Asíu og Armeníu höggið
út myndir á klettum. Af þeim sjest allvel útlit og
klæðaburður þessara þjóða, líka eru og til myndir af
þeim á ýmsum egypskum minningarsteinum. Hettítar
voru ljósir á hörundslit, höfðu hnöttótt höfuð, stórt bogið
nef og svart
hár og skegg;
hárið fjell í
tveim fljettum
á herðar nið-
ur, stundum
var fljettan að-
eins ein; sumir
höfðu langt
skegg, sumir
rökuðu sig og
voru skegg-
lausir. Karl-
menn klædd-
ust þröngum
kyrtlum erma-
stuttum, oft
með kögri að
neðanoghöfðu
belti um sig
miðja; fyrir-
menn og prestar bera stundum langar kápur, ekki ósvipaðar
kápum Rómverja (toga); brækurnar voru þröngar, skórnir
uppbrettir að framan, sumir höfðu aðeins ilskó (sandala).
Kvennfólkið gekk í síðum kyrtli með kögri að neðan og
hafði motur á hötði með langri blæju eða slæðum, líka með
kögri, stundum báru þær háa stampmyndaða hatta eða hettur
4*
Tvær Hettítakonur sitja við máltíð.
Myndaletur fyrir ofan.
Af legsteini í Marasch á Norður-Sýrlandi.