Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 54
54
forv. Thoroddsen
hallir með dyramyndum af vængjuðum dýrum, en á
veggjunum voru stórar steinhellur með upphleyptum
myndum.
í ríkinu Frygíu, sem lá vestan til í Litlu-Asíu, voru
íbúar af Hettítakyni. Par í landi hafa fundist stórar graf-
byggingar með einkennilegu
sniði. Fornmenn þar í landi hafa,
líklega á n., io. og 9. öld f.
Kr., í klettum eða utan í fjalls-
hlíðum með afarmikilli fyrir-
höfn, sljettað bergin og gjört á
þau þil eða gafla, sem oft eru
margir tugir faðma á hæð og
sjást langt að. Sumstaðar eru í
miðju standberginu dyr eða
port og klefi eða herbergi inn
af, þar var jarðsettur konungur
eða stórhöfðingi, en ekkert letur
skýrir frá lífi þeirra eða afreks-
verkum eins og á Egyptalandi.
í herberginu eru bekkir og borð
höggvin í stein og öndvegi eða
hásæti fyrir miðju, og var hinn
látni höfðingi jarðsettur þar
sitjandi. Við dyr grafreita
þessara eru stundum grimmúð-
ug ljón, mjög vei gjörð, látin rísa upp á afturfótum
beggja megin, en sumstaðar naut; þessi tvö dýr voru
jafnan talin ímynd styrkleikans á Austurlöndum, eins og
víða má sjá í Biblíunni. Dýr þessi' áttu að banda mönn-
um frá konungsgröfinni, sem eðlilega var skoðuð sem
helgidómur, því konungar á Austurlöndum voru í þá
daga oftast dýrkaðir sem guðir, bæði í lifandi lífi og síðar.
Ljóna- og nautamyndirnar vernduðu þó ekki konungs-