Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 57
Kaflar úr fornsögu Austuilanda
57
í bernsku og óþroskuð. Af því að svo lítið hefur verið
rannsakað og grafið í rústir í þessum hjeruðum, vita
menn lítið um áhöld Hettíta og húsgögn. Hinir fáu
smíðisgripir, sem hafa geymst hjer og hvar, sýna að þeir
hafa verið góðir málmsmiðir; allmargir gripir úr silfri
hafa fundist, enda voru miklar silfurnámur í þeim lönd-
um. í Armeníu hafa fundist drifnir málmskildir frá Hett-
ítatíma, myndastyttur og armhringir úr bronse og gulli.
far fanst líka tíglagólf einkennilegt úr svörtum og hvít-
um steinflögum og eirblendingi. Enn hefur aðeins örfátt
af fornmenjum þessara þjóða verið rannsakað, en efalaust
eru þar enn margir sögulegir fjársjóðir huldir í jörðu og
þegar löndin síðar meir verða betur könnuð, er enginn
efi á því, að margt merkilegt kemur í ljós, sem fræðir
oss betur um fornsögu þessa horfna þjóðflokks.
Barbarskir víkingar.
Eftir
Halldór Hermannsson.
Við skoðum venjulega norræna víkingatímann sem
eins konar hetjuöld, og má það að mörgu leyti til sanns
vegar færast. ?að var kjarkur og karlmenska, þor og
þrek, greind og drengskapur á vissan hátt meðal nor-
rænna víkinga; og þó svo liti út um tíma sem þeir ætl-
uðu að gera út af við menningu vesturþjóðanna, þá
reyndust þeir þó um síðir góðir landnámsmenn og menn-
ingarfrömuðir, því að þeir voru af góðu bergi brotnir.
fað liggur þannig nokkur frægðarljómi yfir víkingaöld-