Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Síða 60
6o
Halldór Hermannsson
landskostir þar góðir, en flestum útlögunum var annað
nær skapi en að fást við akuryrkju, þó sumir gerðu það.
Hatrið til kristinna manna var ríkast í brjósti þeirra, og
alt vildu þeir vinna til að svala geði sínu á Spánverjum.
Listir og vísindi voru lögð á hilluna, en fjáraflinn og
hefndin var þeim fyrir öllu. Trúarofsinn gerði þá djarfa og
herskáa, enda var þeim goldið fyllilega í sama mæli af
kristnum mönnum. Eina ráðið til að ná sjer niðri á kristn-
inni var að eignast skip og gerast víkingar, og á skömmum
tíma urðu þeir góðir sjómenn, enda fengu kaupför Spán-
verja brátt að kenna á því.
Norðurströnd Afríku er að mörgu leyti einkar vel
fallin til að vera ræningjabæli. Par eru góðar hafnir
með þröngri innleið, svo að hægt er að verja þær; víða
eru þær svo lagaðar að snekkjur geta farið þar út og
inn, en stórskip ekki. Á vissum tímum árs var þar mjög
stormasamt, og var þá ilt fyrir ókunnuga að sigla þar
um, en þeir sem til þektu og allar leiðir voru kunnar,
féngu hagað seglum eftir vindi, skotist út, þegar vel bar
í veiði, og inn, ef í krappann komst og óvinurinn
reyndist ofjarl. Ströndin er frjósöm með köflum, þar sem
er undirlendi eða dalir, en meðfram henni liggur fjall-
garður (Litli Atlas) og eru á honum nokkrir háir hnúkar
(yfir 7000 fet). Var þaðan víðsýni yfir hafið, og mátti
sjá til skipaferða; kom það Márum oft að góðu haldi.
Inn í landinu, upp á hálendinu, lifðu hálfviltir Berberar
og mátti stundum kalla þá til hjálpar, þegar í nauðir rak,
því að þeir voru rángjarnir og fúsir að grípa til vopna,
ef eitthvað var í aðra hönd. Márar gáfu stjórnendunum í
Barbaríinu vissar tekjur af ránfjenu og svæfðu með því
samvisku þeirra.
í fyrstu ljet spánska stjórnin sig litlu skipta þessa
víkinga, enda þótt þeir ynnu spönskum kaupmönnum
allmikið tjón. Stjórninni þótti þeir helsti lítilsigldir til þess