Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 62
62
Halldór Hermannsson
Horúk mikið rautt skegg og kölluðu því kristnir menn
hann Barbarossa (Rauðskegg), og færðist svo það nafn
líka yfir á hinn bróðurinn, þótt jarpskeggjaður væri. Faðir
þeirra var albanskur, en móðirin grísk. Snemma fengust
þeir við sjóferðir og víkingu, og hjeldu brátt vestur á
bóginn, er þeir frjettu, hve vel víkingum yrði til fjár og
fanga í Barbaríinu. Hjeldu þeir bræður fyrst til á eyjunni
Dsherba fyrir Túnisströndum, og gerðust brátt umsvifa-
miklir. Var Horúk fyrir þeim, enda var hann mesti full-
hugi, bardagamaður mikill og fylginn sjer, og ljet ekki
fyrir brjósti brenna að gera atlögu, þótt ofurefli væri
við að etja, enda bar hann oftast sigur úr býtum, og óx
floti hans og auður á skömmum tíma. Söfnuðust til hans
menn úr öllum áttum vegna orðs þess, er af honum fór.
Hann mun hafa tekið þann sið upp eða að minsta kosti
gefið því almenna hefð að nota kristna fanga sem róðrar-
þræla á galeiðum, eins og líka kristnir menn notuðu
móslemska fanga til róðra á sínum skipum. Áður langt um
leið fór Horúk að berjast til landa, og gekk honum það
ekki vel í fyrstu. fó náði hann Algiersborg að undan-
skildum kastalanum og loks gerðist hann konungur yfir
Tlemsen, en þar feldu Spánverjar hann 1518. Eftir fall
hans gerðist hagur víkinga erfiður og ef til vill hefðu
Spánverjar getað þá ráðið bug á þeim að fullu, ef þeir
hefðu látið knje fylgja kviði, en að vanda hættu þeir við
hálfnað verk. Pað varð víkingum til bjargar, að Kheyreddín
var á lífi; leituðu þeir til hans og gerðist hann foringi
þeirra. Kheyreddín var engu minni víkingur en bróðir
hans, og hafði auk þess vit og stjórnkænsku fram yfir
hann. Sá hann máli þeirra í óefni komið, ef engin hjálp
fengist utan að. Rjeði hann því að gera seridimenn á
fund Stórtyrkjans í Miklagarði og ganga honum á hönd.
Selim soldán hafði þá nýunnið Egyptaland. Tók hann
máli Kheyreddíns vel og þótti vænlega horfast á um