Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 73
Barbarskir víkingar
73
ingar eftir lausnargjaldinu. E’ví var optast verst farið með
tigna og ríka fanga, svo að þeir hertu á ættingjunum
heima að leysa þá út sem allra fyrst. Kvennfólk, þegar
það var ungt og frítt, var vanalega selt til kvennabúr-
anna, hið álitlegasta var sent til stórtyrkjans í Miklagarði.
Margir fangar urðu til að kasta trú sinni, og með því
lromust þeir oft á framfæri, stundum jafnvel til metorða,
en ekki var það samt ætíð, að þeir hefðu hagnað af því.
Með því slitu þeir sig auðvitað úr samfjelagi við kristna
menn, og höfðu enga hjálparvon frá þeim úr því. Aðal-
lega bygðu fangarnir von sína á ættingjum sínum heima
á fósturjörðunni, að þeir sendu sjer lausnarfje; opt var
og gengist fyrir almennum samskotum í kristnum lönd-
um í því augnamiði, og stundum hlupu auðmenn og
stjórnirnar sjálfar undir bagga til þess að frelsa þetta ó-
gæfusama fólk. Auk þess unnu klerkar og munkar að
því að hjálpa, hugga og leysa út fanga. Var sjerstök
regla stofnuð með því markmiði, hinir svonefndu
redemptiónistar, en aðallega unnu þeir í þarfir kaþólskra
fanga, sem sjá má af þessari sögu. Eitt sinn höfðu
þessir guðs menn keypt þrjá kaþólska fanga fyrir 3000
peninga, og bauð deyinn þeim að gefa þeim fjórða manninn
í kaupbætir, en því höfnuðu þeir — af því hann var
lúterskur! Eliki var nú náungans kærleikur ríkur hjá þeim.
Einn af þessum klerkum, Pjetur Dan, franskur redemp-
tiónisti, hefur ritað mjög fróðlega bók um barbörsku vík-
ingana (Histoire de Barbarie et de ses Corsairs, París 1637;
2. útg. 1649), og skýrir hún frá mörgu, enda lifði höf-
undurinn lengi þar í landi. Taldist honum, að árið 1634
væru í Algiersborg einni um 25000 kristinna fanga og
8000 trúskiptingar. Pá hefur og Cervantes lýst lífi fang-
anna í sögu einni, sem innfærð er í Don Qvixote. Hann
var í fimm ár fangi í Algier og komst í margar þrautir,
því að hann var stöðugt að koma á samtökum meðal