Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Qupperneq 77
Barbarskir víkingar
77
Sem dæmi þess, hve mikið tjón víkingar unnu ein-
stökum þjóðum, má geta hjer, að á árunum 1609—16
tóku þeir 466 bresk skip og hneptu skipshafnirnar í þræl-
dóm; um 1620 tóku þeir á fjórum árum alt að því 400
ensk skip, og var svo talið, að árið 1640 væru 3OCO
breskir fangar í Algier. Á árunum 1628 — 34 hertóku
víkingar 80 frönsk skip og 1330 fanga; var það metið
um 5 miljónir franka. í stað þess nú að hefna þessa ræki-
lega, leystu þjóðirnar vetijulega fangana út gegn háu
lausnargjaldi, keyptu sjer frið, eða komust að einhverjum
samningum, sem voru meira eða minna víkingum í vil.
Einstöku sinnum sáu víkingar sitt óvænua og Ijetu undan,
en það var bara stundarfriður. Jafnaðarlega heimtuðu þeir
mútur og meiri mútur, og þá fengu þeir fje, fallbyssur,
kúlur og kaðla — frá kristnum þjóðum til þess að nota
gegn kristnum þjóðum. Mætti æra óstöðugan að skýra
ítarlega frá því, og læt jeg mjer nægja að nefna nokkur
dæmi. Árið 1712 keyptu Hollendingar sjer frið af Algier-
ingum gegn því að láta af hendi við þá 10 stórar fall-
byssur, 25 siglutrje, 5 akkerisfestar, 450 tunnur af púðri,
2500 byssuhleðslur, 50 kistur byssuhólka, sverð og annað
fleira og auk þess 5000 dali í peningum. Prem árum
síðar sögðu Algieringar upp friðnum og urðu þá Hollend-
ingar að taka betur á pyngjunni. Árið 1799 gerðu Banda-
menn í Norður-Ameríku frið og sáttmála við víkinga og
guldu þeim 50000 dali, 28 fallbyssur, 10000 fallbyssu-
kúlur, feiknamikið af púðri og köðlum, og auk þess tals-
vert af gulli og gimsteinum. Jafnvel Norðurlönd guldu
víkingum skatta. Á fyrri hluta 18. aldar ukust siglingar
Svía og Dana og leituðu þeir þá nýrra markaða, einkum
í Miðjarðarhafslöndunum. Urðu þeir því að koma sjer
vel við Barbaríríkin. Árið 1729 gerði Svíastjórn samning
við deyinn í Algier og lofaði að greiða honum árlegan
skatt; og líka samninga gerði hún síðar við Túnis, Trí-