Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 79
Barbarskir víkingar
79
suður eftir; neyddi hann þrjú Barbaríríkin til friðar og
ljet þau lofa því að láta af hendi alla enska fanga og
afnema þrældóm á kristnum mönnum. í*au loforð hjeldu
víkingar miðlungi vel, og árið 1818 var haldið þing í
Aachen og ákveðið, að nú skyldi kúga barbörsku víkingana
til að afnema þrælahöld. Sendu svo Frakkar og Englend-
ingar árið eptir flotadeild til Algier til að framfylgja því,
en deyinn skelti við skolleyrunum. Stóð enn í vafningum
um nokkur ár. En loks tóku Frakkar Algiersborg árið
183° og reið það víkingum að fullu. Má um það segja,
að betra var seint en aldrei.
Suðurjótland.
»Söndcrjylland, redigeret af Svend Dahl og Axel Linvald.
Kbhvn., V. Pios Boghandel Povl Branner 19191. I. b. VIII
+457 bls.> II. b. VIII+349 bls. Verð 36 kr.
nArne Möller, Sönderjylland eftcr 1864. Udgivet af
Dansk-islandsk Samfund. Kbhvn 1919. Gyldendalske Bog-
handel, N. F.€ 139 bls. + 7 myndablöðum. Verð 5 kr.
75 a. Fyrir fjelaga í Danmörku í Dansk-íslenska fjelag-
inu 3 kr. Á Islandi fengu fjelagarnir bók þessa ókeypis.
Vjer íslendingar höfum eigi gætt þess eins og vert
er, hve mikill kostur það er við land vort, að það er að-
skilið frá öðrum löndum. Vjer höfum miklu oftar litið á
þann ókost, sem ijarlægðinni fylgir, erfiðar samgöngur og
erfiða aðdrætti. Sökum fjarlægðarinnar hafa landsmenn
þó átt því láni að fagna, að þurfa eigi að eiga í einlæg-
um ófriði við aðrar þjóðir. Sökum fjarlægðarinnar og
einverunnar urðum vjer og erum vjer sjerstök þjóð, og
höfum fyrirhafnarlítið haldið þjóðerni voru og tungu um