Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 81
Suðurjótland
81
9140 □ km. að stærö; en þá er Prússar eöa Austurríkismenn
tóku það af Dönum, fengu þeir að halda hinu forna bisk-
upssetri Rípum, sem er fyrir sunnan Kóngsá, og landinu
þar í kring, sem aðgreinir Rípa frá Norðurjótlandi og
meginhluta Rípabiskupsdæmis; enn fremur fengu Danir að
halda átta sóknum fyrir sunnan Kolding og Erri (ÆrÖ) fyrir
austan Suðurjótlatid í staðinn fyrir jótskar landeignir
{.Enklaver) á Suðurjótlandi og eyjarnar fyrir vestan Suður-
jótland. Alt Suðurjótland var því nú fyrir friðinn í Ver-
sölum talið 8767 □ km.
Suðurjótlandi eða Sljesvík er eftir tungu landsmanna
nú á tímum skift í þrent, Suðursljesvík, Miðsljesvík og
Norðursljesvík; sú skifting er eigi nema að nokkru leyti
bygö á þjóðerni landsmanna. Suðursljesvík er nefnt
landið milli Egðu að sunnan og Sljes (Slien) og Danavirkis að
norðan. í fyrndinni og snemma á miðöldunum var land
þetta óbygt. Þar voru merkur (skógar) að austanverðu,
heiðar í miðju landinu, en mýrar og flæðilönd vestast.
Fyrir sunnan merkur þessar, heiðar og mýrar bjuggu
siavneskir þjóðflokkar, þá er sögur hefjast á Norðurlönd-
utn; en Saxar herjuðu á þá og hröktu þá burtu austur
á bóginn. Fram eftir miðöldunum aðgreindi þetta óbygða
land syðst á Suðurjótlandi Dani frá Slövum og Pjóðverj-
um, en á 13. öld tóku Þjóðverjar að ryðja merkurnar og
að nema lönd þessi; bygðist þá Suðursljesvík fyrir sunn-
an Danavirki og Slje smátt og smátt af þeim, nema hið
mikla nes Svans, sem er fyrir sunnan Slje, milli þess
og Ekernfjarðar, og ef til vill einstaka jarðir. Á Svans
eru mörg dönsk örnefni, sem bera vitni um það, að nokk-
ur dönsk bygð hafi verið þar, en þýskan bar brátt hina
dönsku íbúa þar ofurliði, svo að landið fyrir sunnan Dana-
virki hefur frá aldaöðli eigi verið danskt iand.
Slje og Danavirki voru fram til aldamótanna 1800
hin rjettu landamæri milli Dana og Pjóðverja. Danska
6