Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 89
Suðurjótland
89
hvað Danir gerðu til þess að styðja málefni Suðurjóta
eftir 1864.
Fjórði kaflinn er um útlönd og þjóðernisbaráttu Suður-
jóta; er þar skýrt frá framkomu frjálslyndra manna á
I’ýskalandi gagnvart Dönum og frá hluttekningu Frakka
í hag Suðurjóta.
Pá er fimti kaflinn um Suðurjótland og hið andlega
lif í Danmörku; er þar skýrt frá 5 Suðurjótum, er lagt
hafa einna mestan skerf til danskra bókmenta og lista.
Að lokum skýrir bókavörður Svend Dahl frá bókum
þeim, ritgjörðum og helstu greinum, sem komið hafa út
um Suðurjótland eftir 1864.
Petta sýnir hve eínið er fjölskrúðugt í þessu mikla
riti. 1 því er skýrt írá öllu hinu merkasta, sem varðar
Suðurjótland eftir 1830, nema deilunni um hinn sögulega
og lagalega rjett landsins. Ritstjórar ritsins hafa með
vilja slept því. Allar ritgjörðirnar eru vel samdar, enda
hafa valdir menn unnið að þessu riti. Ætti jeg að nefna
nokkra ritgjörð sjerstaklega, þá væri það ritgjörð Laurid-
sens um hina fyrstu baráttu Suðurjóta fyrir þjóðerni sínu.
Hún er snildarverk, en höfundurinn hefur áður samið
mikið rit um það málefni.
Myndirnar, sem eru í grein þessari, eru úr bókinni;
í henni eru afarmargar myndir bæði af landinu sjálfu, hús-
um og mönnum. Fyrsta myndin hjer er uppdráttur af
Suðurjótlandi, og sýnir sjerstaklega, hvernig skipað var
fyrir um danska og þýska tungu um 1857. Onnur mynd-
in er af bóndabæ á Suðurjótlandi og hin þriðja af nokkr-
um hluta af Flensborg, við botninn á Flensborgarfirði.
Um bók sjera Árna Möllers um Suðurjótlandhefur
verið getið í íslenskum blöðum, og hún er mörgum kunn
á Islandi, því að margir hafa eignast hana. Að mínu
áliti er það góð bók. Hún skýrir frá hinum helstu at-
riðum í sögu Suðurjóta eftir 1864, og hefur höfundurinn