Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Side 93
Kristian Kálund
93
glæsimaður og hafði mikil áhrif á Kálund, og það því
fremur sem hann komst þá í náin kynni við einn af hinum
gáfuðustu lærisveinum hans, cand. mag. K. V. Möller, er
lagði stund á heimspeki. Hann skýrði í samræðum sín-
um við Kálund mörg atriði fyrir honum. Pví miður dó
Möller ungur að aldri.
Kálund stundaði síðan norræna málfræði af kappi.
Hann fann brátt að íslensku heimildarritin með öllum
þeim upplýsingum, sem í þeim finnast, bæði um menn-
ingarsögu og alment um sögu norrænna þjóða, drógu
huga hans að sjer. En hann gætti þess þó að afla sjer
fyrst og fremst víðtækrar og áreiðanlegrar þekkingar í
norrænni málfræði til undirbúnings fyrir framtíðina. Vorið
1866 fekk hann Garð- og Kommunitetsstyrkinn, og gat
síðan óhindraður gefið sig að próflestri. Haustið 1869
tók hann meistarapróf í norrænni málfræði og hafði
menningarsögu íslands á goðorðatíðinni sem sjernám.
Hann .fekk því verkefni úr henni í hina stóru ritgjörð við
prófið, og var það um heimilislífið á íslandi á söguöld-
inni. Heitir ritgjörð hans »Familielivet paa Island i den
förste sagaperiode (indtil 1030)1. Eftir prófið endurbætti
Kálund ritgjörð þessa nokkuð, og gaf hana út árið ettir
í íAarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie« 1870,
bls. 269—381. í ritgjörð þessari lýsir Kálund heimilislífi
íslendinga frá fæðingunni til grafarinnar, og er hún bygð
á sjálfstæðum rannsóknum.
Tvö hin næstu ár dvaldi Kálund í Kaupmannahöfn,
og vann þá fyrir sjer með kenslu, en annars notaði hann
hverja stund til þess að halda námi sínu áfram. Þá er
hann var að lesa sögurnar og kynna sjer hag og menn-
ingu íslendinga á goðorðatíðinni, fann hann til þess, hve
erfitt var að meta rjettilega hið sögulega gildi þeirra.
Petta mátti meðal annars sjá með því að rannsaka, hve
sannar staðalýsingarnar í sögunum væru, og frásögn