Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 95
Kristia.ii Kálund
95
stofnaöi með arfleiðsluskrá 9. desember 1679). Ferða-
styrkur þessi er eiginlega ætlaður ’niðjum stofnandans, en
er um engan þeirra hefur verið að ræða, hafa aðrir fengið
hann. Kálund ætlaði að nota styrk þennan til langdval-
ar á íslandi. Pá var töluvert erfiðara að ferðast um
landið en nú, því að vegir voru þá engir aðrir en mis-
jafnar götur, brýr svo að segja engar, og víða vegleysur,
eins og að vísu er enn allvíða. Pá var og fremur dýrt
að ferðast milii landa, því að farið kostaði þá 90 kr. á
fyrsta farrými og maturinn 4 kr. á dag, og var það ekki
lítið eftir því verði, sem peningarnir höfðu þá. En Kálund
ljet ekkert letja sig, og hann fekk líka styrk til viðbótar
bæði hjá Kenslumálaráðaneytinu og Háskólaráðinu, því
að stjórnarráðum þessum var það ljóst, að það var þýð-
ingarmikið verk, sem hann ætlaði sjer að vinna.
27. september 1872 lagði Kálund af stað frá Kaup-
mannahöfn og kom til Reykjavíkur 11. október. ?ar
þótti það nýlunda að ungur danskur mentamaður eða út-
lendur skyldi koma til íslands tii veturselu, til þess að
læra rækilega íslensku og kynna sjer landið, enda höfðu
útlendir mentamenn ekki gert það síðan að Rasmus
Kristján Rask og Rudolf Keyser voru á ferðinni. Ut-
lendir vísindamenn höfðu einungis heimsótt ísland á sumr-
in, en Kálund kom með vetrinum. Hann fekk veturvist
hjá Jónasi lækni Jónassen í Reykjavík, og stundaði ís-
lensku og íslensk fræði um veturinn. Hann tók þá þeg-
ar að tala íslensku og gekk það greitt, því að hann var
svo vel að sjer í íslenskri tungu áður en hann kom. Um
vorið fór hann að búa sig til ferðar og fekk Magnús
Andrjesson, síðar prest að Gilsbakka, sem þá var í
latínuskólanum, sjer til fylgdar. Þeir lögðu á stað 2.
júlí 1873; ferðaðist Kálund þá um Suður-, Austur- og
Norðurland til Akureyrar, en þaðan fór hann þjóðleið
suður í Stafholtstungur og kom þangað 22. septbr. Sum-