Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 101
Kristian Kálund
IOI
Magnússonar. Fyrir framan skrá þessa er löng og fróð-
leg ritgjörð eítir Kálund um söfnun norskra og íslenskra
handrita og varðveitslu þeirra á hinum síðari öldum.
Pá er Kálund hafði lokið þessu merka starfi, tók
hann að efna til mikils ljósprentaðs safns af hinum merk-
ustu brjefum og handritum, sem til eru í söfnunum í
Kaupmannahöfn. Safn þetta átti að eins að vera sýnis-
horn,- en svo fjölskrúðugt, að það flytti sýnishorn af
sem flestum hinum merkustu handritum í Kaupmannahöfn
og þeim brjefum, sem best eru til þess að sýna rithandir
manna á miðöldunum. Svíar höfðu þá fyrir nokkru gefið
út slíka sýnisbók (Svenska skriftprof, Stockholm 1894).
Safn Kálunds var í tveim deildum; í fyrri deildinni eru
dönsk handrit og kom hún út 1903, en í hinni fornnorsk
og íslensk handrit. Sú deild er í tveim bindum, af því
að sýnishornin af íslensku handritunum eru svo mörg.
Fessi tvö bindi komu út 1905 og 1907, og kostaði Carls-
bergsjóður útgáfu síðara bindisins, en Árna Magnússonar
nefndin gaf út tvö fyrstu bindin. Danska deildin nær til
1550, en hin íslenska til 1700 eða fram á daga Árna
Magnússonar. Fornletrasýnisbók þessi heitir »Palæografisk
Atlas«, og kostar alls 90 kr., 30 kr. hvert bindi. Alls
eru þar Ijósprentuð 174 sýnishorn; af þeim eru 64 dönsk,
en hin flest íslensk. Svo er útgáfa þessi vel gerð, að hún
má heita jafngild sjálfum handritunum. Jafnframt hverju
sýnishorni gaf Kálund út stafrjetta útgáfu af því, og upp-
lýsingar um hvert handrit. Sýnishornunum í safni þessu
er raðað ettir aldri handritanna, og er verk þetta hinn
besti leiðarvísir, sem til er, fyrir þá, sem vilja læra að
lesa miðaldarritin rjett, þekkja skammstafanir og aldur
rithanda á þeim tímum í þremur hinum norrænu löndum.
Útgáfa þessi er leyst af hendi með hinni mestu nákvæmni
og skarpskygni; hún er hin mesta og merkasta bók, sem
komið hefur út í sinni grein á Norðurlöndum.