Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Síða 111
Kristiau Kálund
111
Slíkt er eigi nein nauðsyn fyrir Danmörku. Hitt þótti
honum tvísýnt hvort Island ynni við skilnaðinn. Eins og
ástandið var í byrjun vorrar aldar, mun honum hafa þótt
Island hafa fengið það, sem það þurfti á að halda, þá er
stjórn landsins var flutt til Reykjavíkur og það hafði
fengið fulla sjálfstjórn. Káiund vildi ekki að menn eyddu
góðum kröftum til ónýtis. Hið nauðsynlega átti að
ganga fyrir því, sem ekki lá á og að skaðlausu gat beð-
ið. En þá er efnahagur íslendinga væri orðinn góður, og
landsmenn hefðu tekið miklum framförum, mun honum
hafa þótt eðlilegt, að þeir efldu þá einnig hið stjórnar-
farslega sjálfstæði landsins. Pá er hann hins vegar sá,
að sumir íslendingar vildu eigi láta stjórnarskipunarmálið
hvíla í nokkur ár, hvernig sem öðru liði, og að það stóð
í veginum fyrir öðrum nauðsynlegum störfum á íslandi,
hygg jeg að hann hafi felt sig miklu betur við það, að
Islendingar fengju hinar frekustu kröfur sínar uppfyltar,
heldur en eytt væri tímanum í einlægar deilur.
Af hinum eldri fjelögum Hafnardeildarinnar var
Kálund einn af hinum fyrstu, er fjelst á það að flytja
Bókmentafjelagsdeildina til Reykjavíkur. Eins og fleirum
varð honum það fljótt ljóst, að Reykjavíkurdeildin vildi
ná í sjóð Hafnardeildarinnar. Hann var sjálfur laus við
fjegirnd og smámunasemi, og áleit að best væri að gera
slíkt ekki að löngu deiluefni, heldur láta Reykjavíkur-
deildina fá alt saman. Hann kom því á hinn síðasta
fund Hafnardeildarinnar til þess að greiða atkvæði með
því, að deildin væri flutt til íslands.
Eá er verið var að stofna Fræðafjelagið, sneri frum-
kvöðull þess máls sjer brátt til Kálunds, og tók hann
því þegar mjög vel. Hann sá það glöggar en flestir
aðrir, að hægt var að stofna hjer nýtt fjelag til eflingar
íslenskum bókmentum og hann var einn af þeim, sem
kosinn var í nefnd til þess að semja lögin, eða íhuga