Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 129

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 129
og niðjar lians 25 unni ( Kaupmannahöfn; Gunnar Jón Magnússon, f. 11. nóv. 1889, lögfræðingur, og Sigríður Lovísa, f. 10. septbr. 1891, gift Georg Andersen, skrifstofustjóra og forstöðumanni fyrir íslensku deildinni í Sameinaða gufuskipafjelaginu. Annar sonur sjera Magnúss var Sigfús bóndi í Ne- braska í Ameríku, en ein dætra hans, Ingibjörg, giftist Júlíusi Halldórssyni lækni Tvö yngstu börn sjera Jóns á Grenjaðarstað, sem upp komust, voru Margrjet, fædd um 1812, gift Edvald Möller verslunarstjóra á Akureyri og áttu þau 10 börn, og HalldÓr, bóndi að Geitafelli í Helgastaðahreppi. Hann var tvígiftur og átti mörg börn. Þetta er nóg til að sýna, hve kynsæll sjera Jón Jónsson varð og Þorgerður Runólfsdóttir. Flestir hafa niðjar þeirra borið beinin á íslandi, en allmargir eru nú í Danmörku og einhverjir að líkindum í Ameríku. B. Th. M. Tveir í’jódverjar. Vjer mintumst í fyrra þriggja Svía, er hafa unnið mikið gagn fornnorrænum og forníslenskum fræðum. Vjer viljum í ár minnast tveggja þýskra fræðimanna, er hafa unnið á líkan hátt, og þó eru fleiri er geta mætti en þessir tveir, en þeir eru nú elstir þeirra manna á í’ýskalandi, er fslensk fræði hafa stundað. J’að eru þeir Hugo .Gering, prófessor í Kiel og Eugen Mogk, prófessor í Leipzig. Hug'O Geringf er borinn 21. sept. 1847, og hefur þá nú þrjá um sjötugt. Að enduðu námi (í Halle) varð hann fyrst docent og aukaprófessor í nokkur ár, eins og títt er með Þjóðverjum, og hneigðist frá því fyrsta að germönskum og sjerstaklega ís- lenskum fræðum. í Kiel hafði verið prófessor f norrænum fræðum frá því að Holtsetaland var undir Dönum. Þessari kennarastöðu var haldið, þegar Þjóðverjar tóku landið 1864 og varð þá hinn góðkunni fræðavinur Th. Möbius prófessor þar. En er hann varð að segja af sjer vegna heilsubrests 1889, var ekkert eðlilegra en að skipa H. Gering í hans stað, og þar hefur hann setið síðan. Gering hafði gefið út Finnbogasögu ramma 1879 nákvæmlega eftir aðalhandritinu með nákvæmum for- mála, og svo ýmsum orðaskýringum og orðamun. Samtfmis gaf hann út hinn litla Ölkofraþátt eftir sama handriti. Hann vandist þannig snemma við að lesa íslensk handrit. f’jóðverjar höfðu að mestu látið eddukvæðin til sfn taka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.