Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 137
Mannkynssaga Gyldendals
133
Tvö fyrstu bindin, sem út eru komin, bera vitni um að
þetta er gert. Fyrsta bindið hefst með lýsingu á frumöld
mannkynsins, fornsteinaöldinni, palæolitisku öldinni, sem kölluð
er (af grísku orðunum palaios, gamall, forn, og lípos, steinn)
og hinni yngri steinöld, nýsteinaöldinni, neolitisku öldinni (af
gríska orðinu neos, ungur). Frá þeim öldum er ekkert annað
kunnugt um mannkynið en það. sem ráða má af fornleifum.
Þá er framfarirnar hafa vaxið, hefst hin elsta saga mannkyns-
ins og eru hin elstu menningarríki á Egiptalandi og í Baby-
loníu. Saga Egipta byrjar nálega 3500 árum f. Kr. og hefst
saga þessi á þeim, en þá er sagt frá Súmerum og Akkadum
í Mesópótamíu, og gamla babylónska ríkinu fram til 1600 f. Kr.
Þá er skýrt frá miðveldunum í Asíu og elstu sögu Kínveija.
Síðan er sögð elsta saga lndlands fram til 322. Þá er sögð
saga Egipta og þjóðanna í vesturhluta Astu fram til 525, er
Persar höiðu komið á heimsveldi. Á þessu tímabili berjast
þjóðirnar um Sýrland og aðganginn að Miðjarðarhafinu. Þá
byijar sagan á »stórpólitik«.
Þá byrjar siðari helmingur I. bindis og heitir hann