Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 144
140
I.ýðháskóli á Suðurlandi
arar, mætti búast við, að t. a. m. Vestur-Skaftfellingar og fl.
mundu vilja styðja skólann, og að hann h'ka yrði sóttur af
mannvænlegum ungmennum úr öðrum fjórðungum landsins.
Samskot þessi benda á, að toluverð breyting hafi orðið á
skoðun manna á lýðháskólamálinu síðan 1907 og 1908, og
er það vel farið. í’á vildi enginn maður í sýslum þessum
leggja neitt at mörkum til lýðháskóla, nje styðja það mál.
Það er mjög líklegt að í Árnessýslu sje hæfur maður til
þess að vera forstöðumaður lýðháskóla; það er sjera Kjartan
Helgason í Hruna. En forstöðumaðurinn þarf að ráða því, hverj-
ir kennarar verða við skólann. í’að er altítt á íslandi að
eyðileggja meira eða minna hverja stofnun með því að skipa
óhæfa menn annaðhvort fyrir hana eða í einhverja stöðu við
hana, til þess að þeir geti haft í sig og á, eða verði eigi
sveitarsjóði til þyngsla; en slíkt þarf að koma í veg fyrir, ef
skóli þessi á að geta náð tilgangi sínum.
Sund er hollast allra íþrótta, ef það er rjettilega notað.
Sá sem ritar þetta hefur nú á efri árum sínum synt bæði
vetur og sumar, og getur borið vitni um, hve mikið gagn sund-
ið hefur gjört honum. Hann syndir í sjó; það er þægilegra
og hollara en að synda í ósöltu vatni. En það segir sig sjálft,
að menn eiga eigi að synda nema nokkrar sekúndur í ísköldu
vatni á vetrardag. Auk hollustunnar er líka sá kostur við
sundið, að menn geta stundum bjargað lífi sínu, ef þeir kom-