Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 145
Sund
141
ast í lífsháska á sjó og kunna að synda, og annara, ef þeir
kunna að bjarga á sundi.
í vor eru 30 ár síðan að bent var á það 1 bók einni,
»Framtíðarmálum«, sem kom út í Kaupmannahöfn 1891, að
gera mætti ágæta sundlaug í Reykjavík við sjávarmál niður
frá laugunum. í henni ætti að vera sjór, en velgja hann með
því að leiða í hann heitt vatn úr laugunum. Ef svo væri
gert, mundi Reykjavík eignast ágæt sjóböð, sem nota mætti
alt árið. Því miður hefur þetta ekki verið gert enn. Aftur
á móti var sundlaug gerð nokkru
ofar, nær laugunum, og í henni
er að eins ósalt vatn. Hún er
miklu betri en ekki neitt, en verð-
ur aldrei verulega góð.
Hjer skal nú benda á dálitla
kenslubók í sundi, sem er nýkomin
út eftir E. V. Carstensen sund-
kennara og heitir »Svömmeunder-
visning« (Aschehougs forlag 1920).
Hún er 64 bls. og í henni er 71
mynd. Verð í sterkri kápu 3 kr.
Bók þessi er stuttorð, og byrjar
með því að kenna sundtökir. á landi í leikfimistímunum, eins
og gert er víða í Svíþjóð og reynist vel. Þá er börn og
unglingar hafa lært sundtökin, áður en þau koma í vatn,
gengur þeim miklu fljótar að læra að synda.