Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 152
148
Bókaverslun Gyldendals
íslensku. í henni er ágætur uppdráttur yfir Vestmannaeyjar,
og er hann vandaðri en nokkur uppdráttur, sem komið liefur
út í íslenskri bók. Bók þessi fæst hjá Arinbirni Sveinbjarn-
arsyni bóksala í Reykjavík og Fræðafjelaginu. Verð 5 kr.,
en fáein eintök fást á skrautpappír eða á stjórnarpappfr; verð
þeirra 8 kr. eintakið.
Bókaverslun Gyldendals verbur nú í árslok 150 ára
gömul. f’á er hún var stofnuð var Danmörk og Noregur
sameinuð, en nú er líka verslun þessi hið langstærsta forlag
og bókaverslun í báðum þessum löndum, og líklega er stærsta
bókaverslunin f Svíþjóð eigi eins stór, þótt ýms fyrirtæki sjeu
þar stærri en í Danmörku eða Noregi. Gyldendals bóka-
verslun hefur nú útibú í Kristjaníu, Lúndúnum og Berlin. í
Lúndúnum gefur hún út ýmsar af forlagsbókum sínum á
ensku og í Berlin á þýsku. Ein af þeim bókum, sem er ný-
komin út á Englandi, er Fóstbræður eftir Gunnar Gunnarsson.
í haust eru og 140 ár síðan Gyldendals forlagið gaf út
hina fyrstu bók, sem það hefur gefið út um ísland. j’að
var mikil bók og merkileg, í tveimur bindum, Ferðabók Olafs
Ólafssonar, »10konomisk Rejse gennem de nordvestlige, nordlige
og nordöstligc Kanter af Islandn, með hinum fróðlega í)g
mikla inngangi eftir Jón Eirfksson. Síðan hefur Gyldendals-
verslunin gefið út margar bækur eftir íslendinga og um ísland,
og um langan aldur verið umboðsmaður Hins íslenska bók-
mentafjelags. Engin útlend bókaverslun hefur til þessa dags
átt eins mikil viðskifti við íslendinga eins og Gyldendals
bókaverslunin, nje haft þá þýðingu fyrir íslenskar bókmentir
sem hún.
Nú hefur bókaverslun Gyldendals fengið sjer íslenskt
letur í prentsmiðju sína og tekur að sjer að prenta íslenskar
bækur. Það var orðið afarerfitt fyrir íslendinga í Kaup-
mannahöfn að fá bækur prentaðar.
1 minningu um 150 ára afmæli sitt gefur Gyldendals
bókaverslunin út hina miklu sögu 19. aldar, sem getið
er um í Ársritinu í fyrra; einnig gefur hún út mikla bóka-
skrá yfir forlagsbækur sínar.
Skáldsagfa Gunnars Gunnarssonar, Salige er de enfol-
dige, hefur komið út í haust á forlag Gyldendals bókaversl-
unar. Það er stór bóký 332 bls., kostar 12 kr. Skáldsaga þessi
hefur vakið mikla eftirtekt og fengið alment lof. Poul Levin,
nafnkunnur fagurfræðingur og skáld, ritstjóri »TiIskueren«s segir.
aðr eigi sje hægt að lesa hana án þess að verða hrifinn af
henni Skáldið Kai Hoffmann segir, að bókin sje svo vel rituð, að