Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Qupperneq 161
Sendiherrann og sæmd íslands.
(Framhald af Arsriti Fræðafjelagsins V, 150—151: Jeg gat eigi
fallist á þetta og hjelt áfram að rita).
En það er eigi gaman að rita í íslensk blöð. Frágangurinn á þeim
sumum er oft og einatt svo hroðalegur, að alt er þar fult af prentvillum,
og svo sleppa sumir ritstjórarnir heilum köflum úr greinum manna, þótt
þeir riti undir nafni og á eigin ábyrgð, ef það kemur í bága við hylm-
ingaraðferð þá, sem notuð er á íslandi í málefnum þjóðarinnar. tannig
er t. a. m. grein mín um sendiherra í Kaupmannahöfn, sem kom út í
Morgunblaðinu 26. ágúst 1919, full af prentvillum. Jeg gat um það við
ritstjórnina og bað um, að dálítið af þeim væri leiðrjett; því var tekið
vel, en ekki gert. Jeg vil nú sem dæmi nefna tvent, sem er þar rang-
prentað. I síðustu línu í greininni stendur: »hann yrði þar aldrei fastur
eða ráðandi«, en það á að vera: hann yrði þar aldrei efstur eða
ráðandi.
Ofarlega í síðasta dálkinum á annari bls. í blaðinu, er talað um að
Jón Krabbe sje nú skipaður í utanríkisráðaneytið fyrir íslands hönd, og
þar á eftir á að standa í línu 7—12 að ofan : og svo er gefið í skyn í
fyrnefndri grein, að nú hafi stjórn íslands engan umboðsmann í Kaup-
mannahöfn til þess að framkvæma þar almenn stjórnarstörf. Þetta er
algjörlega rangt.
Svona er þetta í frumriti mínu að greininni, sem jeg á enn, og svona
átti þetta að prentast. en það er rangt í Morgunblaðinu eins og margt
fleira í greininni. 30. ágúst kom í Morgunblaðinu svar uppá grein þessa.
Jeg var þá á förum frá Reykjavík og hafði svo mikið annríki, að jeg
gat ekki athugað svar þetta. fá er jeg kom til Kaupmannahafnar gerði
jeg það, en sá að það var ekki til neins að svara; engin von væri fyrir
mig að svar mitt kæmi rjett út, og þótti mjer því rjettast að lofa blað-
inu að eiga allar prentvillurnar, ósannindi sín og öll óviðeigandi orð. sem
það bygði á prentvillunum.
í Lögrjettu 10. og 17. desember mátti jeg ekki í svari mínu til
Bjarna Jónssonar frá Vogi lýsa honum sem stjórnmálamanni, og eigi
heldur svara honum útaf því, að hann hafði talað digurbarkalega á þingi
um það, er hann »var erindreki þessarar þjóðar«, þótt það væri í ræð-
unni á móti mjer, og skýra frá því, að það vakti hneyksli í útlöndum,
hvar sem hann kom, að hann hafði ekkert vit á viðskiftum, nje geta þess
að það var þjóðarháðung, hvernig hann hegðaði sjer þá stundum, er
eigi var haft eftirlit með honum, enda sendi ráðherra Hannes Hafstein
hann heim til þess að gera enda á þeirri minkun, sem hann gerði þjóðinni.
Var það hið mesta nauðsynjaverk úr því sem komið var. Hefði það ver-
ið minni vansæmd fyrir Island, ef hann þegar í upphafi hefði verið bund-
in þar á bás, þótt hann hefði verið fóðraður þar fyrir 10 þúsund kr. á
ári. Gagnið hefði og orðið meira af því fyrir Island.
Ur svari mínu til Sigurðar Eggerz fjármálaráðherra í Lögrjettu 12.
ebr. þ. á. var líka feldur kafli. Jeg mátti eigi spyrja hann útaf því sem