Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 2
2
Nú liðinn er dagur, nú liöiS er kvöld,
nú liöin og þegar er nótt.
Nú liðiö er ár og nú liðin er öld;
það líður alt burtu svo fljótt.
Mín hverfula æfistund enn er þó kyr,
þótt ótalmargt liðið sé hjá.
Og margar nú ljúkast upp lokaðar dyr,
nú lít eg það margt, er eg sá ekki fyr.
Og guð veit, að glögt má það sjá.
Nú árið er liðið í aldanna skaut;
hvert ár er sem lækur einn smár;
en öldin, sem runnin er eilífðar braut,
sem elfur, er fellur til sjár.
Og fleira’ en við bununnar blikandi rönd
á bökkum við fljót er að sjá,—
þótt alt sé það færra’ en á eilífðar strönd,
þess úthafsinsmikla,sem heims skilurlönd.
Einn guð veit, hvert sjórinn nær sá.
Og áframber strauminnmeð fljúgandi ferð,
hann flytur hvern dropa’ út í haf;
það tekur við alstreymis mikilli mergð,
en mergðinni fyllist ei af.
I sífellu streyma fram aldirnar ótt,
og alt er það framfara-skeið;
og viðburða-rásin hún rennur svo skjótt,
alt rekur hvað annað, það gengur svo
fljótt.
En guð veit, hvert liggur sú leið.
Hin nýliðna öldin var ámóta löng
og aðrar, en hraðara rann.
í framfara-leiðangri’ er leiðin oft þröng,
en leiðir hún greiðari fann.
Til framfara’ hún rutt hefir breiðari braut
og breytt hefir allmörgu’ í lag;