Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 109
109
síns eingetins sonar, hefir í biblíunni gefiö oss sögu
þess, hvernig mennirnir smám saman hafa komist til
þekkingar á honum. Og þaö, að hann lætur þessar
bókmentir fram koma og gefur heiminum þær, er einn
liöurinn í þeirri opinberun.
IX.
En heimtum vér ekki meiri áreiðanleik af þessum
heimildarritum en öðrum? Vissulega. Það gjörir svo
lítið til þó myndin af einhverjum viðburði sé ekki ná-
kvæm í einhverjum sögulegum skilríkjum. Viðburð-
urinn er þess eðlis, að það truflar ekkert gang sögunn-
ar, þótt ekki sé sagt nákvæmlega rétt frá. Hann er
svo fjarlægur hjartapunkti lífsins sjálfs, að það truflar
ekki siðferðislegan þroska mannkynsins, þótt vér kunn-
um ekki að eiga alveg sanna mynd af því, sem fram
fór. En hér stöndum vér við hjartapunkt lífsins. Hér
er um eilífa sáluhjálp mannanna og mannkynsins að
ræða. Hér getur lítil skekkja orðið að stórtjóni—orð-
ið til þess að guðsþekking mannanna og trúarlíf kom-
ist inn á villigötur. Hér heimtar því mannsandinn
meiri trygging. Hvar fáum vér hana?
Sú trygging felst í hugmyndinni um guðlegan inn-
blástur ritningarinnar. Vér höfum þá hugmynd úr
ritningunni sjálfri. Hún kemur fram hjá Jesú ogpost-
ulum hans. Jesús talar um, að ritningin geti ekki rask-
ast—eigandi með því auðvitað ekki við bókstaf ritn-
ingarinnar, heldur andann, efnið. Postulinn Páll tal-
ar um ritning, sem innblásin sé af guði (2. Tím. 5,16).
Og postulinn Pétur segir, að enginn spádómur hafi
fram komið af mannsins vild, heldur hafi hinir helgu
guðs menn talað, knúðir af guðs anda.