Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 29
29
hún er mjög varhugaverö fyrir þá sök, aö með henni
fjarlægast menn forntungu vora svo mikið, að mjög
hætt er við, að ef hún ryddi sér alment til rúms,
þá yrði með því staðfest djúp milli ritverkanna dýr-
mætu frá fornöld þjóðar vorrar og nútíðarinnar, sem
reynast myndi öllum þorra Islendinga óyfirstíganlegt;
alþýða hætti að lesa sögurnar gömlu, og allar þær bók-
mentir yrði svo nálega eingöngu eign málfræðinganna.
Og væri það ekki svo lítið þjóðernislegt tjón fyrir oss.
I þessu tilliti er blaðamannastafsetningin heppilegri,
þrátt fyrir alt, sem réttilega má út á hana setja. Hún
fjarlægir ritmál vort ekki eins langt burt frá forntung-
unni og hinum fornu bókmentum eins og hin. En
formælendur þess nýmælis spilla sennilega eigi all-lítið
fyrir sjálfum sér og hefta framgang málsins, þegar
það verður opinbert, að þetta er orðið þeim kredda,
persónuleg sérkredda.—I fyrra ritaði dr. Björn Ólsen
bók um kristnitökuna á Islandi fyrir níu hundruð árum,
og Bókmentafélagið íslenzka gaf hana út. Sitthvað
getur verið athugavert við hana, en það er stór-merki-
legt rit, lang-merkasta og víðtækasta ritið, sem um
það efni hefir skráð verið á íslenzku. Búast hefði nú
mátt við, að öll hin stærri blöð, sem íslendingar gefa
út, mintist bókar þessarar og benti lesendum sínum
á hana, ekki endilega til þess að ljúka á hana tómu
lofsorði og segja já og amen til allra skoðana þeirra
og ályktana, er þar koma fram, heldur til þess út af
því, sem þar er sagt, að leiða athygli manna að minn-
ing júbílársins. En hvað gjörir svo ,,ísafold“? Hún
þegir rit þetta fram af sér algjörlega. Minnist þess
ekki með einu orði—ekki fyrr en á þessu ári er út kom-
in í ,,Eimreiðinni“ ritgjörð eftir dr. Finn Jónsson, sem