Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 39
39
urlegast ráöleggja nafna mínum að kynna sér biblíuna
betur en hann enn viröist hafa gjört, þótt ekki væri
nema 14. kapítulinn í Rómverjabréfinu. þar erminst
á tvo flokka kristinna manna í kirkju þeirrar tíöar:
veiktrúaða menn og sterktrúaða. Veiktrúuðu menn-
irnir voru háðir ýmsum ófullkomleikum með tilliti til
þekkingarinnar. Meðal annars ímynduðu þeir sér, að
kjöt af dýrum, 'sem heiðingjar höfðu slátrað til fórna,
mætti ekki nota til fæðu af kristnum mönnum. Slík
nautn yrði þeim að synd. Og með því að aldrei varð
fengin full vissa um það, hvernig stæði á kjöti því, er
selt var á mörkuðum borganna víðsvegar um lönd á
þeirri öld, þá varð það ráð þeirra manna að forðast
alla kjötnautn og lifa að eins af jarðarávöxtum. Annar
veikleiki manna þessara kom fram í því, að þeir gjörðu
sér dagamun, tóku suma daga í trúarlegu tilliti fram
yfir aðra. þetta eru þá augsýnilega menn, sem lifa í
mjög þröngsýnum bindindisskoðunum. En aðrirvissu
betur, voru lausir við alt slíkt trúarlegt þröngsýni,
andlega víðsýnir, sterktrúaðir menn. Og í því tiliiti
heyrði Páll postuli algjörlega til hópi þessara síðar-
nefndu kristnu manna. En hvernig kemur hann nú
fram í ágreiningsmáli flokka þessara? Hann segir:
,,Sérhver haldi sannfæring í huga sínum. “ Hver fari
fyrir sjálfan sig eftir sinni sannfæring, en varist að
dæma hina, sem eru annarrar sannfæringar, láti al-
gjörlega vera að troða sinni sannfæring upp á aðra.
,,Sá, sem alls neytir, fyrirlíti ekki hinn, sem ekki
neytir alls; og sá, sem ekki neytir alls, dæmi ekki
þann, sem alls neytir. “ ,,Sá, sem af deginum held-
ur, heldur af honum vegna drottins; og sá, sem ekki
gjörir sér dagamun, gjörir hann ekki vegna drottins, “