Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 76
;6
ingu, er þcir höfðu vanist frá blautu barnsbeini.
Miklu fremur hrósa eg happi yfir því. Þaö er mér
sönnun þess, að sá kristindómur, er vér nú eitt sinn
eigum hjá oss, hefir fest nokkuð djúpar rætur í hug-
um manna. Eg vil óska af einlægum hug, að þeirri
vörn yrði haldið uppi með sem allra-beztum rökum
°g gögnum, að málið sjálft yrði rætt með sem allra
mestri stillingu og gætni, að báðir málsaðilar hefðu
ætíð hugfast, að hér eru bræður að tala saman um
það, sem báðum er heilagt,—að persónuleg ónot
kæmu þar aldrei nærri, en bróðurkærleikurinn mótaði
hvert orð og hverja setningu, svo þessar umræður
gætu orðið fyrirmyndar-umræður fyrir aðra. Það
veitir ekki af því. Agreiningsumræðurnar á meðal
vor Islendinga eru hvorki svö fallegar né til svo mik-
illar sálubótar. Þær þyrftu vissulega að geta öðlast
ofurlítið prúðmannlegra snið en þær oftast hafa. En
það verður ekki fyr en kirkjunnar menn sýna í verk-
inu, að þeir hafa bæði þá lund og það lag, sem til
þess heimtist. Enda er ekki við því að búast, að
aðrir gangi þar á undan.
Vér ættum vissulega að vera orðnir svo þroskaðir
menn, að þetta væri ekki ofætlun fyrir oss. Skortur
á uinburðarlyndi er ávalt óþolandi og kemur aldrei
nema illu af stað. Sú krafa, að allir skuli hugsa ná-
kvæmlega eins um trúarbrögðin, ef þeir eru sammála
um aðalatriðin—sáluhjálparatriðin—er ekkert annað
en stakasti skortur á umburðarlyndi. En um leið er
það skortur á kristindómi, því kristindómurinn er fyrst
og fremst umburðarlyndur, ekki sízt þegar talað er í
fullkominni einlægni og alvöru, einungis af löngun til