Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 151
þess manns yfir blómunum, sem á annaö borö fer aö
gefa sig við þeim:
„Honum verður reikað út fyrir túnið. Þar sér hann litlu dumb-
rauðu krækilyngsblómin opnast hvert af öðru og teygja frjóknappana
fágurrauða út í ljósið og blæinn. Á sumum vetrarblómunum bólar að
eins á rósrauðu krónunni samanlagðri upp úr bikarnum, en nokkur af
þeim eru opnuð og eru að rétta út krónublöðin, en breiða svo úr þeim
betur og betur eftir því, sem sólin hækkar á lofti. Hann finnur, að
nú er vorið komið ,,með sól í fangi og blóm við barm. “ Goluþytur-
inn verður að dularfullum fagnaðaróm í eyrum hans, þessi morgun-
söngur lífsins, sem er að vakna af vetrardvalanum, gagntekur hann,
og fyllir hann fögnuði ogunaði. ,,Syngjandi vorið" hefir stilt hvern
einasta streng í sálu hans, svo þeir titra í fullu samræmi við lofsöngva
lífsins og vorsins. Að stundarkorni liðnu sér hann, hvar dálítið mel-
fiðrildi kemur,flögrandi ofan úr brekkunni og sezt á eitt vetrarblómið,
sem býður það velkomið í einum hunangsbikar. Fiðrildið teigar hann
til botns í snatri og fer leiðar sinnar út í sólskinið. ‘1
Mér er ánægja aö benda á, að
Tímarit Bókmentafélagið hefir að ýmsu
Bókmentafélagsins. leyti bætt ráö sitt þetta síðast-
liðna ár og vona eg, að það hald-
ist. Tímaritið er með bezta móti. Er þar auðsæ til-
raun til að láta það fjalla um áhugamál þjóðarinnar.
Fyrsta ritgjörðin er um heimullegar kosningar. Meg-
inmálið í þeirri ritgjörð er framvarp til laga um þess
háttar kosningar eftir alþingismann. Vonandi er, að
þær komist bráðlega á á Islandi. Síðustu kosningar
ættu nógsamlega að hafa fært þjóðinni heim sanninn
um það, hve nauðsynlegt það fyrirkomulag er á Is-
landi. Þá er stutt ritgjörð um nokkur íslenzk staða-
nöfn á fornum landabréfum eftir þýzkan mann, Aug.
Gebhardt. Erindi Einars Hjörleifssouar um alþýðu-
mentun á Islandi munu menn hvarvetua hafa lesið með
áfergju; um það skal farið nokkurum orðum síðar.—
Dr. Jón Þorkelsson, eldri, ritar um einföldun sam-
hljóðanda í fornu máli. Með þeirri ritgjörð ætti að