Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 83
arans fram. Þar er hinn eini myndugleiki, er maður-
inn skyldi lúta. Hin lifandi trú á frelsarann í manns-
hjartanu, verður sjálf að komast að niðurstöðu um,
hvað séu sáluhjálpleg sannindi. Þetta lá í orðum
hans og allri afstöðu. A þenna hátt hefir hann komist
til trúarinnar sjálfur. Hann hafði legið fyrir dauðans
dyrum með angist örvæntandi sálar yfir sér. Alt í
einu kemur hann auga á frelsarann og fyrirgefning
syndanna. Neistinn himneski fellur í hjarta hans og
hann rís upp frá dauðum. Upp frá þessu verður alt
nýtt fyrir augum hans.ritningin, sem áður hafði einn-
ig verið honum lokuð bók, andi og líf. Alla kenning
hennar dregur hann upp frá þessu saman í eitt örstutt
orð og einfalt um leið: Maðurinn réttlætist af trú, án
verka lögmálsins. Það hafði hann sjálfur reynt og
það hafði orðið honum til lífs. I ljósi þeirrar kenn-
ingar dæmir hann um allar aðrar.
V.
En það lá nærri nærri, að þessi hjartapunktur
í skilningi Lúters á ritningunni yrði þurkaður út í
meðvitund arftakenda hans í trúnni. Ekki kenning
hans um réttlæting af trúnni sjálf, en sá skilningur á
biblíunni, er hún var bygð á. Seytjándu aldar guð-
fræðin skoðaði ritninguna í alt öðru ljósi en Lúter.
Hún taldi upp svo og svo margar ytri ástæður fyrir
því, að biblían hlyti að vera guðínnblásin bók, ekki
einungis að efninu til, heldur bókstafnum, eins og
þagar hefir verið sýnt fram á. Alt í ritningunni varð
jafn-heilagt, jafn-guðdómlegt, jafn-göfugt, jafn-áríð-
andi til sáluhjálpar, —auðvirðilegustu ákvæði Móse-