Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 44
44
líni eöa hökli. En á hinn bóginn gjöri eg þó ekki
meira úr þessari persónulegu tilíinning minni en þaö,
aö eg læt mótþróalaust klæða mig í þennan lúterska
Arons skrúða, þegar eg, eins og margir kalla það,
,,messa“ í einhverri þeirra fáu kirkna innan félags
vors, sem hafa innleitt þessa seremoníu hjá sér. það
að hver söfnuður með presti þeim, er honum þjónar,
ráði því algjörlega, hve mikið eða hve lítið þar er við-
haft af seremoníum, álít eg alveg sjálfsagt, enda er
það samkvæmt því, sem gjört er ráð fyrir í Ágsborgar-
játningunni. þetta á að því leyti að vera laust, en
ekki bundið í kirkjunni. Að eins þess að gæta, að svo
sé með þetta mál farið, að ekki verði að hneyksli og
alt sé með reglu. En nú stendur svo á í General
Council, þeirri deild lútersku kirkjunnar hér í álfu, sem
vér höfum verið að hugsa um að leita inngöngu í meö
kirkjufélagið íslenzka, að þar er býsna rík tilhneiging
til seremoníu-trúar. Varla þarf eg að taka það fram
hér, því það er víst fyrir löngu alkunnugt í vorum
hópi, að kirkjudeild þessi hefir margt og mikið sér til
ágætis, enda eigum vér henni ekki lítið gott að þakka
beinlínis. Hinir yngri prestar vorir hafa þar fengið
mentan sína að mestu leyti og með henni inn í sig
drukkið mjög heilsusamlegar skoðanir á guðs orði. Að
því, er lærdóm trúarinnar snertir, er General Council
óefað^sú af megindeildum lútersku kirkjunnar í Vestur-
heimi,-sem jafn-bezt fer með mál sitt. Hreinni og
öfgaminni kenning guðs orðs er víst hvergi til í kirkju
vorri en þar. En alt um það hefir General Council
þó sínar kirkjulegu kreddur, sem hætt er við að fari
vaxandi og verði þá að meira eða minna tjóni fyrir