Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 23
23
náttúran, færist oss býsna nálægt, þegar þér viröiS
fyrir yöur í huganum alt þetta, er nú hefir veriö bent
á? Finst yöur ekki, þegar þér lítið yfir nútíöarþjóö-
líf vort, að þaö muni aö all-miklu leyti vera búið að
leggja ísland undir Færeyjar? Finst yður ekki, að
þrándur í Götu eigi þar heima — og það í mörgum ó-
endurbættum útgáfum? Finst yður ekki, aö sér-
kreddurnar meðal vor Islendinga vera helzt til margar
og sterkar? Finst yður ekki, að vér búum í andleg-
um skilningi á langtum of mikilli dreifing og margfalt
meiri dreifing en þyrfti að vera? Finst yður ekki
þjóölíf vort vera raunalega og háskalega sundur tætt?
Ber þar ekki fult eins mikið á eyjanáttúrunni eins og
í Færeyjum? Eru hinir andlegu hólmar í því þjóölífi
margir hverjir, jafnvel flestir, ekki fullkomlega eins
hnarreistir, berir og oddhvassir eins og Færeyja-fjall-
hnúkarnir? Og er ekki fult eins mikið dýpi, iðukast
og öfugstreymi í millibilinu á milli þeirra hólma eins
og í Færeyja-sundum? Eg veit ekki, hvernig þérsvar-
ið þessum spurningum. En mér fyrir mitt leyti getur
ekki annað virst en að þrándur gamli sé enn á lífi,
andlega upprisinn vor á meðal, og sem óðast að vinna
að því að leggja Island og íslenzku þjóðina undir Fær-
eyjar, eða gjöra oss að Færeyingum.
það er nú rúmur fjórðungur aldarsíöan íslending-
ar af ýmsum eðlilegum ástæðum fóru í stærri og minni
hópum að flytja sigaf landi burt hingað til Vesturheims.
Bygöir þeirra hér í álfu eru nú orðnar býsna blóm-
legar og fólksmargar. það er orðiö all-stórt, brotið
af íslenzku þjóöinni, sem nú býr hérna megin Atlanz-
hafs. Og fyrir þessa sök er þjóö vor orðin miklu stærri
en hún myndi vera nú, ef allir hefði heima setið. því