Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 168
168
ab minni hyggju, að nú er farið að dæma miklu meira
um íslenzkar bækur, sem út koma, en áður hefir títt
verið. Það er bráðnauðsynlegt fyrir þroska bókment-
anna, enda verður þess vart hjá ýmsum hinum yngri
rithöfundum vorum, að dómarnir um ritverk þeirra
hafa konnð þeim að góðu. Það er um að gjöra, að
um bækur sé dæmt frá ýmsu sjónarmiði, ef það að eins
er gjört með þeirri samvizkusemi og sanngirni, sem er
aðalskilyrðið fyrir því, að slíkir dómar nái tilgangi sín-
um, og laust við alla hlutdrægni. Hún er eins óhaf-
andi, þar sem ritdómarinn situr við borð sitt og skrif-
ar, eins og þar sem æðsti dómari einhvers lands situr
f dómarasæti og dæmir mál manna.
Rit dr. Valtýs Guðmundssonar í
EimreiSin. Kaupmannahöfn, Eimreiðin, hefir
komið út í þremur heftum árið,
sem leið. Er það vn. árgangur ritsins. Naumast er
þessi síðasti árgangur eins mikils virði og flestir hinna
eldri. Hið lang helzta, sem í þessum árgangi stend-
ur er ofurlítið æfintýri eftir Einar Hjörleifsson, er hann
nefnir Góð boð. Það ber langt af öllum þeim skáld-
skap í óbundnum stíl, er Eimreiðin flytur lesendum
sínum í þetta sinn. þá skal bent á Guðmund Frið-
jónsson, sem einlægt er að láta sér fara fram nú í
seinni tíð. Yrkisefni hans og allur búningur að verða
svo miklu þýðari og viðfeldnari, en hrottaskapurinn
að hverfa, og er mér sönn ánægja að geta á það
bent. Það, sem hann á í þessum árangi Eimreiðar-
innar, er flest gott og ber vott um heilmikla hæfileika.
Lýsingin á afa og ömmu er nokkuð kaldranaleg hið
ytra, en undir niðri verður vart við blýtt og viðkvæmt
hugarþel. Þegar hann að síðustu fer að hugleiða,
hvað í sálarlífi þeirra muni haft hafa mest gildi, fær
honum ekki dulist, að það muni hafa verið trúin,
kdstindómurinn. Og þegar hann minnist þeirra,