Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 42
42
lyndis, sem hann haföi til að bera í ríkum mæli, flest-
um, ef ekki öllum, kristnum samtíðarmönnum sínum
fremur, og til þess ekki að hneyksla neinn veiktrúað-
an mann, ekki særa trúartilfinningar manna að óþörfu,
varð það að meginreglu hjá honum að lofa öllum
þeim seremoníum að haldast í kirkjunni—hinni endur-
fæddu reformazíónarkirkju—, sem ekki kæmi beinlín-
is í bága við guðs orð. Mjög fjarri var það þó skoð-
an hans, að sömu seremoníunum skyldi endilega á-
valt haldið framvegis, eins og líka það, að allsstaðar
þyrfti í þessu efni að vera samræmi í kirkjunni. Margt
slíkt hefir líka meðal lúterskra manna breytst á öldum
þeim, sem síðan eru liðnar. Og mjög fjarri fer þvf,
að hvervetna sé nú sömu helgisiðir í þeirri kirkju-
deild.—Eitt gott, sem leitt hefir af vesturförum Is-
lendinga fyrir þá, er í þeim hafa tekið þátt, er það,
að þeir gátu ekki,þótt þeir hefði viljað, í hinum kirkju-
lega frumbýlingsskap hér, höggið alveg ofan í sama
farið með tilliti til seremoníanna eins og á Islandi.
þar voru seremoníurnar löngu áður komnar mjög ná-
lægt því að verða dauður steingjörvingur. þar mátti
engu um þoka. Hinn kirkjulega kenning gat breytst
og verið á sama tíma — jafnvel í aðal-atriðum — mjög
sundurleit hjá þeim, er kvaddir voru til þess að vera
boðberar guðs orðs, án þess það þætti neitt tiltöku-
mál. En .seremonfunum mátti ekki hreyfa við til
neinna minstu breytinga. Alt slíkt hefði verið talið
háskaleg afglöp. Hinu guðlega í kirkjunni haldið
lausu, en hinu mannlega föstu. Engin furða, þótt af-
leiðingin af þessu yrði meir en lítill trúarlegur rugling-
ur hjá íslenzkri alþýðu. I alla staði eðlilegt, að
rnannasetningarnar kirkjulegu yrði mörgum að trúar-